28.10.2012 14:28

Uppskeruhátíðin í gærkvöldi

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin laugardagskvöldið 27.október sl. Veittar voru viðurkenningar fyrir hæst dæmdu stóðhesta og hryssur í öllum flokkum.  Hæst dæmda hrysssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu hlutu einnig sérstök verðlaun en það voru að þessu sinni Návist frá Lækjamóti (a.e 8,21) Bassi frá Efri-Fitjum (a.e 8,15). 

Ræktunarbú ársins er Efri-Fitjar þeirra Gunnars og Grétu. Gunnar og Gréta tóku við fleiri verðlaunum þetta kvöld m.a sem eigendur heiðursverðlaunahryssunnar Ballerínu frá Grafarkoti, frábær árangur hjá þeim.

Hestamannafélagið veitti síðan stigahæstu knöpum viðurkenningar en það voru í ár, Jónína Lilja Pálmadóttir í ungmennaflokki, Vigdís Gunnarsdóttir í 2.flokki og Ísólfur Þ. Líndal í 1.flokki.

 

Ræktunarbú ársins 2012 er Efri-Fitjar

Knapar ársins eru, í ungmennaflokki Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Vigdís Gunnarsdóttir og í 1. flokki Ísólfur L Þórisson.

 

myndir frá hátíðinni eru komnar inn í myndaalbúm hér á síðunni.

 

Flettingar í dag: 3094
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 974779
Samtals gestir: 50883
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:20:04