15.01.2013 12:09

Reiðnámskeið æskulýðsstarfsins

 

Þessa dagana er verið að skipuleggja reiðnámskeiðin sem Æskulýðsnefndin stendur fyrir. Erfitt er að finna tíma sem hentar öllum þar sem krakkarnir eru mjög virk í öðrum íþróttum og í tónlistarnámi eftir skólatíma. Námskeiðin sem verða í vetur eru: Knapamerki 2, Keppnisþjálfun, Reiðnámskeið minna vanir, Reiðnámskeið meira vanir og loks Byrjendanámskeið fyrir 9 ára og yngri byrjendur í hestamennsku. Kennslan byrjar núna seinnipartinn í janúar og byrjun febrúar.

Ef einhverjir eiga enn eftir að skrá sig á námskeið þá þurfa þeir að hafa samband við nefndina í netfangið: thyturaeska@gmail.com eða við Guðnýju í síma 8937981.

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2706
Gestir í gær: 302
Samtals flettingar: 992373
Samtals gestir: 52540
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 00:36:42