20.01.2013 21:22

Endurskinmerki

 mynd: www.vis.is

Við viljum minna knapa á að nota endurskinmerki, mikið er riðið út eins og veðrið hefur verið undanfarna daga og ekki er nú birtan að þvælast fyrir okkur svo við viljum minna foreldra á endurskinvestin sem börnin í félaginu fengu á uppskeruhátíðinni 2011. Núna er tíminn til að nota þau :)

Stjórn Þyts

 

Það er nauðsynlegt að bera endurskinsmerki (bæði fyrir knapa og hross) í ljósaskiptum eða myrkri, hvort sem knapi er gangandi eða á hestbaki. Notkun endurskinsmerkja tryggir að akandi vegfarendur sjái umferð manna og hesta í myrki. Ef knapi dettur af baki getur hann misst hestinn frá sér og hann stefnt út í umferðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna þarf hesturinn líka að bera endurskinsmerki. Þau endurskinsmerki sem talin eru henta best fyrir hrossið eru endurskin sem höfð eru neðarlega á fótum þess. Endurskin fyrir knapann eru t.a.m. endurskinsvesti og þar til gerðir lampar sem festir eru á vinstri kálfa. Hvítt ljós vísar fram og rautt ljós aftur. Aðrar útfærslur endurskinsmerkja eru t.d. endurskinsmerki sem fest eru á ístöð, í tagl hesta, á stígvél og á hjálma. (á heimasíðu VÍS)

 

 

 

Flettingar í dag: 304
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 1253
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 4107700
Samtals gestir: 495502
Tölur uppfærðar: 27.11.2020 09:07:59