30.03.2013 18:07

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar, TÖLT.


Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og unglingaflokki í tölti T1 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) og í 3. flokki í tölti T7. Mótið verður föstudaginn 5. apríl og hefst kl. 18.00 og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 2. apríl. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt í tölti T1.Í ár ætlum við að láta snúa við, svo knapar þurfa að ákv upp á hvora höndina þeir vilja byrja. Prógrammið í tölti T7 er hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti.
Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.  
Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

Flettingar í dag: 2293
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 940182
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:08:43