18.07.2013 09:10

Fákaflug 2013

Fákaflug 2013 verður haldið á Vindheimamelum dagana 26.-28. júlí n.k.. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki, pollaflokki (4-8 ára),100m, 150m og 250m skeiði, 300 m stökk og tölti. Sérstök forkeppni, 2-3 inná í einu.
Keppendur skrá sig sjálfir á mótið í gegnum SportFeng, sportfengur.com. Leiðbeiningar um skráningar má finna á heimasíðu Léttfeta, lettfeti.net. Skráningum þarf að vera lokið fyrir kl.16.00 þriðjudaginn 23. júlí auk þess sem greiða þarf skráningargjöld fyrir sama tíma. Séu þau ekki greidd eyðist skráning sjálfkrafa úr kerfinu. Skráningargjald er kr. 3.500,- á hverja skráningu og skal greiða inn á reikning 161-26-1630, kt.520705-1630 með nafni knapa í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti áhafdiseinarsdottir@hotmail.com. Skráningar í barnaflokk og pollaflokk eru fríar.

Komi upp vandræði með skráningar má hringja í Hafdísi í síma 869-9245 og fá leiðbeiningar.
Mótið hefst kl.17.00 föstudaginn 26.júlí á forkeppni í tölti og keppni í skeiði. Dagskrá auglýst nánar síðar.

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108778
Samtals gestir: 495749
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 19:11:25