17.10.2013 08:38

Hvað segir hin hressa Fanndís Ósk :)


Senjoríturnar á Æskan og hesturinn í Reykjavík. Ég er á Ljóma frá Reykjarhóli.


Nafn: Fanndís Ósk Pálsdóttir.

Skóli: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra(dreifnám)

Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólk og Maltisín ( Malt og appelsín) ;)

Uppáhaldsmatur: Pasta og grjónagrautur og svo klikkar ísinn aldrei.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Hugsa að ég verði ekki með neitt sjálf heldur verð ég sennilegast að ríða út með eða fyrir fólk :)

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Það er svo margt. Temja og þjálfa er sennilega stærsti hlutinn og svo er alltaf gaman að fara í ferðir. En ég mér finnst best þegar ég finn eða sé framfarirnar bæði hjá mér, hestunum og öðrum knöpum. Það er held ég fátt betra en að sjá þegar manni er að fara fram í áhugamálinu sínu ;)

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Úff ég hef fengið að þjálfa svo góð hross með hjálp frá frábæru fólki að það er ótrúlega erfitt að velja á milli. En síðasta hross sem ég þjálfaði var Brúnkolla frá Bæ 1. Hún er mjög krefjandi og skemmtileg meri. Hún er mjög skemmtilegur karakter sem er alveg frábært að vinna með. Hreyfingarnar í henni eru líka mjög skemmtilegar og flottar. Ég verð reyndar að nefna Gyðju frá Miklagarði líka. Hún er rosalega góð meri sem fær mig alltaf í gott skap. Hún er viljug, ótrúlega lífsglöð, hágeng og skemmtileg.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já og ég stefni á hana í framtíðini. Það er mjög erfitt að velja á milli en ég verð að segja að Moli frá Skriðu hefur alltaf verið ofarlega á listanum. Mér finnst hann bara mjög fallegur hestur. Hann er reistur með mikinn fótaburð og flottar hreyfingar. Hann er bara mjög heillandi hestur og mig langar mikið í afkvæmi undan honum.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég verð að segja Senjoríturnar það voru mjög skemmtilegir tímar og svo held ég að ég muni aldrei gleyma þegar að ég og Rakel Ósk lékum tvær úr tungunum á einni sýningunni, það var líka mjög skemmtilegt.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mjög svo. Ég hugsa að fjórðungsmót 2009 og 2013 standi upp úr. Þó svo að ég hafi ekki komist í úrslit á hvorugu mótinu þá var þetta mikil reynsla.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Helga Una hefur verið fyrirmyndin mín síðan ég man eftir mér fyrst í hnakknum og ég hugsa að hún verði það alltaf.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ekkert sérstakt sem ég man eftir.

 
Brúnkolla frá Bæ 1 á Fjórðungsmóti 2013 og til hægri er mynd af fyrsta skipti sem ég prufaði Gyðju frá Miklagarði.

Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 200
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 4110869
Samtals gestir: 496368
Tölur uppfærðar: 3.12.2020 10:16:08