26.10.2013 14:14

Námskeið í vetur

Jæja, þá er nýr vetur genginn í garð og því um að gera að spá í hvað við getum gert skemmtilegt í vetur! 

Það sem er fyrst  á döfinni er fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Þóri Ísólfssyni reiðkennara.  Nokkrir aðilar hafa óskað eftir að slíkt námskeið verði haldið, en til að svo verði þurfum við að ná  amk. 5 manns.   

Líkleg tímasetning á þessu námskeiði yrði mánaðarmótin nóv/des. Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið áhuga á að taka þátt, ef þið viljið meiri upplýsingar eða ef þessi tímasetning hentar ekki,  svo reynum við að púsla þessu saman svo henti öllum.

Fanney Dögg Indriðadóttir  sem og James Faulkner hafa tilkynnt okkur að þau séu tilbúin að halda einhver námskeið í vetur og vafalaust mun eitthvað meira sniðugt skjóta upp kollinum þegar á líður.   Þetta verður klárlega frábær vetur hjá okkur! laugh

 

Fræðslunefnd Þyts

Maríanna  s: 896 3130, mareva@simnet.is

Alda 847 8842

 

 

Flettingar í dag: 667
Gestir í dag: 199
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 4110844
Samtals gestir: 496367
Tölur uppfærðar: 3.12.2020 09:43:14