29.10.2013 20:24
Helga Una og Ísólfur tilnefnd á landsvísu
Tveir Þytsfélagar eru tilnefndir sem knapar ársins á landsvísu. En það eru snillingarnir Helga Una Björnsdóttir sem kynbótaknapi og Ísólfur Líndal sem gæðingaknapi.
Nefnd um knapaval á Uppskeruhátíð hestamanna, sem haldin verður 9.nóv, hefur skilað af sér tilnefningum. Tilnefndir eru fimm knapar í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins.
Frábær árangur hjá þessum tveim flottu Þytsfélögum. Innilega til hamingju !!!
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 3713
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1215
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 2565861
Samtals gestir: 94836
Tölur uppfærðar: 14.12.2025 20:04:24
