16.11.2013 21:35

Hvað segir hestafimleikastelpan Fríða :)

 


 


 
úr atriðinu Pink ladies og í 2. sæti í Smala á Ballöðu frá Grafarkoti
 

Nafn: Fríða Björg Jónsdóttir
Skóli: Grunnskóli Húnaþing vestra
Uppáhaldsdrykkur: pepsi
Uppáhaldsmatur: Pasta
Hvenær ætlar þú að taka inn? Er ekki alveg ákveðið
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: tengsli við hestinn og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og svo félagsskapurinn
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ballaða frá Grafarkoti er örugglega skemmtilegsti hestur sem ég hef þjálfað. Hún sýndi svo mikinn árangur eftir veturinn svo er hún svo mikill persónuleiki
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Hef ekki mikinn áhuga á ræktun, en það er margir flottir stóðhestar
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Mér finnst hesta fimleikarinir mjög skemmtilegir en held samt að mér finnst Pink ladies atriðið skemmtilegast.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, það sem stendur upp úr er örugglega 2 sæti í smala í liðkeppinni
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ég er ekki með einhverja sérstaka fyrirmynd en það sem mér finnst fólk vera að gera vel tek ég til mín
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Mér dettur ekkert í hug