03.12.2013 20:11

Helga Rún frá Bessastöðum í viðtali.


í atriðinu með dreifnáminu á Þytssýningunni 2013 á Elfu frá Kommu

Nafn:
Helga Rún Jóhannsdóttir
Skóli: Fjölbrautaskóli Norðurlands-vestra, dreifnámið
Uppáhaldsdrykkur: græn v-sport og appelsínudjús.
Uppáhaldsmatur: nautasteik með kryddbrúnuðum kartöflum og einhverri góðri sósu
Hvenær ætlar þú að taka inn? Við byrjuðum að taka inn eldri hrossin í nóvember. Í haust höfum við verið að vinna með frumtamningatryppin en þau eru komin í frí núna.
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þegar maður sér árangurinn í því sem maður er að gera, þegar maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í vinnuna og maður sér að hún er að borga sig. Og síðan skemmir ekki fyrir hversu mikið af skemmtilegu fólki maður tengist í gegnum hestana.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Embla frá Þóreyjarhnúpi. Hún er svo jákvæð og hlíðin, með einstaklega góðar grunngangtegundir og auðveld í umgengni.
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já, ég hef alveg dágóðan áhuga á ræktun. Uppáhalds stóðhesturinn minn er líklega Óskasteinn frá Íbishóli. Vegna þess að hann er með svo gott geðslag og svo eðlisgóðar gangtegundir.
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum?
Það hefur verið mjög gaman í öllum fánareiðunum á stóru mótunum, þá hversu góðir stuðningsmenn þytsfélagar geta verið á meðan að reiðinni stendur. En síðan var atriðið sem við fórum með á Æskan og hesturinn árið 2011 mjög skemmtilegt og flott.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, mér finnst alveg ágætt að keppa og koma fram á þeim hrossum sem ég er búin að vera að þjálfa. Bæði til að fá staðfestingu á því hvernig hesturinn er að heiman og til að fá álit frá öðrum. Eftirminnilegasti árangurinn var þegar ég vann Ásdísi frænku mína í tölti í liðakeppninni í hittifyrra. Þá var ég á Oddvita frá Bessastöðum og við unnum okkur upp úr B-úrslitum og ég var líka ein því foreldrar mínir höfðu eitthvað betra að gera. Svo var líka rosalega gaman á úrtökunni í vor á Emblu frá Þóreyjarhnúpi þegar við unnum unglingaflokkinn en hún er bara 5 vetra og ég hafði þjálfað hana sjálf frá því hún kom inn í desember.
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ætli það sé ekki bara hann faðir minn.
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Nei, mér finnst það ósköp gott eins og það er. En mér fannst frekar fúlt að það var ekki farið í hestaferðina á fjórðungsmótið.



Embla frá Þóreyjarnúpi sem Helga sigraði unglingaflokkinn í sumar á


 Mynd frá Bessastöðum á reiðhallarsýningu Þyts sl vetur.
Flettingar í dag: 3486
Gestir í dag: 177
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 975171
Samtals gestir: 50892
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:10:03