06.05.2014 22:05

Aðall frá Nýjabæ

 

Stóðhesturinn Aðall frá Nýjabæ verður í fyrragangmáli í Víðidalstungu II í Húnaþingi vestra í sumar.

Gjaldið er 115.000 kr. fyrir félagsmenn í hrossaræktunarsamtökum Vestur-Húnvetninga  og hrossaræktunarsamtökum Austur- Húnvetninga, en 125.000 kr. fyrir utanfélagsmenn. 

Aðall verður settur í hólfið í kringum miðjan júní, pantanir eru hjá Ísólfi Líndal í síma 899-1146 eða á netfangið isolfur@laekjamot.is 

 

Aðall gefur hross nokkuð yfir meðallagi að stærð með skarpt og þurrt höfuð og beina neflínu en smá augu. Hálsinn er langur og mjúkur en djúpur. Bakið er breitt og vöðvað og lendin öflug en afturdregin. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en sum nokkuð þrekvaxin á brjóstið. Liðir á fótum eru sverir og sinar öflugar en sinaskil lítil, réttleiki er yfir meðallagi. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð gleiðir og prúðleiki er mjög góður. Aðall gefur rúmt, taktgott og mjúkt tölt með góðum fótaburði og taktgott og skrefmikið brokk. Mörg afkvæmanna sýna talsverða skeiðgetu, eru örugg á skeiðinu en skortir nokkuð ferð. Afkvæmin hafa góðan og þjálan reiðvilja og bera sig vel. Aðall gefur prúða, jafnvíga alhliðagæðinga. Aðall hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið á landsmóti 2012. 

 

 

Landsmót 2006 - Vindheimamelar

Dagsetning móts: 26.06.2006 - Mótsnúmer: 11 
Íslenskur dómur

IS-1999.1.35-519 Aðall frá Nýjabæ

Sýnandi: Þórður Þorgeirsson

Mál (cm):

143   132   138   64   145   38   47   43   6.4   30   19.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,6   V.a. 7,5  

Aðaleinkunn: 8,64

 

Sköpulag: 8,13

Kostir: 8,97


Höfuð: 8,5
   3) Svipgott   6) Fínleg eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   2) Langur   5) Mjúkur   

Bak og lend: 8,5
   1) Mjúkt bak   6) Jöfn lend   

Samræmi: 8,0
   4) Fótahátt   

Fótagerð: 8,0
   4) Öflugar sinar   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: 1) Réttir   
   Framfætur: A) Útskeifir   C) Nágengir   

Hófar: 8,5

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   3) Öruggt   

Skeið: 9,5
   1) Ferðmikið   3) Öruggt   

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 9,5
   2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 8,5
   1) Mikið fas   

Fet: 7,0
   C) Framtakslítið   

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

 

 

Flettingar í dag: 1072
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 955006
Samtals gestir: 49977
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 21:21:03