28.12.2014 22:04

Ísólfur íþróttamaður ársins 2014Íþróttamaður USVH árið 2014 var kynntur í gær á Staðarskálamótinu. Þann titil hlýtur sá einstaklingur sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein á árinu.Samkvæmt reglugerð um kjör á íþróttamanni ársins hafa allir stjórnarmenn USVH og stjórnarmenn aðildarfélaga USVH kosningarrétt. Tilnefnd voru 4 frábærir íþróttamenn, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona, Hannes Másson körfuknattleiksmaður, Ísólfur L Þórisson hestaíþróttir og Salbjörg Sævarsdóttir körfuknattleikskona, Stjórn Þyts er ákaflega stolt af því að Ísólfur hlaut titilinn þriðja árið í röð og er þetta hans besta ár til þessa. Innilega til hamingju Ísólfur. 

1. sæti
Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttir

Á árinu 2014 toppaði Ísólfur Líndal enn fyrri árangur á keppnisvellinum. Ef tekin er saman helsti árangur á stærri mótum ársins þá sigraði Ísólfur samanlagt sterkustu mótaröð innanhús norðan heiða. Þá keppti hann í fyrsta sinn í sterkustu inni mótaröð sunnan lands og stóð sig mjög vel, komst í nokkur úrslit og endaði í 6.-7.sæti í samanlögðum árangri.
Sumarið 2014 fór fram Landsmót á Hellu, þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum auk þess að sýna kynbótahross. Þar bar hæst árangur Ísólfs í tölti þar sem hann var í A-úrslitum og endaði í 5.sæti. En Ísólfur var einnig í úrslitum í B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga.
Að lokum tók Ísólfur þátt á Íslandsmóti sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar var hann í úrslitum í öllum greinum sem hann tók þátt í.
Ísólfur er góð fyrirmynd, drekkur hvorki né reykir og sýnir íþróttamannslega hegðun utan vallar sem innan.

Keppnisárangur Ísólfs árið 2014:
Vís meistaradeild  4-gangur 4. Sæti
Vís meistaradeild Gæðingafimi 7. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin 4-gangur 1. Sæti
Vís meistaradeild 5-gangur 5. Sæti
K.S liðakeppnin Sauðárkróki 4-gangur 1. Sæti
Ísmótið á Svínavatni  B-flokkur 3. Sæti
Ísmótið á Svínavatni  A-flokkur 2. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin  5-gangur 1. sæti
Karlatölt Spretts Tölt 4. Sæti
KS. liðakeppni Sauðárkróki   Tölt 2. Sæti
VÍS meistaradeild   Flugaskeið 8. Sæti
Vís meistaradeild   Samnalagður 7. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin  Tölt 2. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin Samanlagður 1. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki   T2 2. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki   Skeið 3. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki   Samanlagður 1. sæti
Íþr.mót Glaðs T1 2. sæti
Íþr.mót Glaðs 4-gangur 1. sæti
Íþr.mót Glaðs 5-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga T1 1. sæti
Íþr.mót Skugga 4-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga 5-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga gæðingaskeið 1. sæti
Íþr.mót Skugga 100 m skeið 4. sæti
Olísmótið T2 2. Sæti
Gæðingamót Þyts A flokkur 5. sæti
Gæðingamót Þyts B flokkur 1. sæti
Gæðingamót Þyts Skeið 1. sæti
Gæðingamót Neista B flokkur 2. sæti
Landsmót B flokkur 14. sæti ( b-úrslit )
Landsmót A flokkur 15. sæti (b-úrslit )
Landsmót Tölt 5. sæti
Íslandsmót 4 gangur 7. sæti
Íslandsmót T2 5. sæti
Íslandsmót 5-gangur 4. sæti


2. sæti

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona.

Guðrún lék með liði Snæfells fyrripart árs 2014. Hún var með 10,4 stig, 7,3 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deild kvenna. Guðrún var einnig valin besti varnarmaður í Domino´s deild kvenna, auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar. Snæfell varð Íslandsmeistari árið 2014 og þar gegndi Guðrún lykilhlutverki.


3. sæti
Hannes Másson körfuknattleiksmaður


Hannes hefur spilað körfubolta með Umf.Tindastól undanfarin ár og staðið sig geysivel í sterkum hóp ungra drengja frá Tindastól sem eru að stela senunni í íslensku körfubolta lífi í dag.
Hannes spilaði með drengja flokk og unglingaflokk síðasta vetur ásamt því að fá nokkrar mínútur með meistarflokk. Drengjaflokkur lenti í 3.sæti í 1.deild og unglingaflokkur í 4. sæti í 1.deild.
Í vetur er Hannes að spila með unglingaflokk sem er í 1.sæti í 1.deild og hefur líka verið að spila nokkuð mikið í meistaraflokki Tindastóls sem er í 2.sæti í Dominos deild karla.
Hannes er góð fyrirmynd og yndislegur drengur.
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4111275
Samtals gestir: 496428
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 01:37:48