15.02.2015 13:00

Tjarnartölt 2015

Jói Alberts og Carmen frá Hrísum


Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn sunnudaginn 22. febrúar nk og hefst mótið kl 12:00. 


Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.


5 keppendur í úrslit í öllum flokkum.

 

Riðið verður ein ferð á hægu tölti, 2 ferðir hraðabreytingar og 1 ferð hratt tölt.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2009 til 2011 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.


Skráning  á netfangið thytur1@gmail.com . Lokaskráningardagur er  fimmtudagurinn 19.02, skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna hver skráning en 1.000 hver skráning fyrir börn og unglinga. Skráningargjald má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

 

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

 

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.



Ef fella þarf mótið niður vegna veðurs birtist það á heimsíðu Þyts á sunnudagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

Flettingar í dag: 1253
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 983445
Samtals gestir: 51148
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 11:00:49