20.04.2015 20:58

Fræðslufundur með Þorvaldi Kristjánssyni í Dæli í Víðidal

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið "Ganghæfni íslenskra hrossa - áhrif sköpulags og skeiðgens" í Dæli í Víðidal fimmtudaginn 23.apríl (sumardaginn fyrsta ) kl. 20:30.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og hestamenn hvattir til að fjölmenna. 

Hrossaræktarsamtökin 

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 2119572
Samtals gestir: 89936
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 01:32:50