19.10.2015 13:13

Uppskeruhátið æskulýðsstarfs Þyts



Föstudaginn 30. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2512
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 2337730
Samtals gestir: 93211
Tölur uppfærðar: 19.9.2025 02:32:26