29.12.2015 15:11

Ísólfur íþróttamaður USVH árið 2015


Á árinu 2015 stóð Ísólfur sig vel, keppti í sterkustu innimótaröð sunnanlands, meistaradeild VÍS, komst í nokkur úrslit og endaði í 2. sæti í samanlögðum árangri.  Hann sigraði tvær greinar, gæðingafimi og fimmgang. Endaði fimmti í fjórgangi og var ofarlega í skeiðgreinum, í 8 sæti í flugaskeiði og 9. sæti í 150 m skeiði.

Sumarið 2015 fór fram Íslandsmót í Reykjavík, sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum og komst í úrslit í tveimur, endaði í þriðja sæti í slaktaumatölti og sjötta sæti í fjórgangi.

Einnig keppti Ísólfur á minni mótum og heimamótum. Á Gæðingamóti Þyts sigraði hann A flokk, B flokk og 100 m skeið. Í Húnvetnsku liðakeppninni varð hann annar í fjórgangi, fimmti í skeiði og tölti og í 9. sæti í fimmgangi. Sigraði Stjörnutölt á Akureyri, á íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði hann tölt og fjórgang, varð annar í 100 m skeiði og 4 sæti í fimmgangi.

Ísólfur er og hefur verið undanfarin ár mjög duglegur á keppnisvellinum, flottur knapi með mikinn metnað. Stjórn Þyts óskar Ísólfi innilega til hamingju með árangurinn á árinu.


Í 2. sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir fyrir körfubolta.

Í 3. sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir fyrir körfubolta.


Tilnefndir voru einnig:

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson fyrir kraftlyftingar, 
Eva Dögg Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir, 
Hannes Ingi Másson fyrir körfubolta, 
Vigdís Gunnarsdóttir fyrir blak

Eva Dögg Pálsdóttir var einnig tilnefnd fyrir hestaíþróttir.

Á árinu 2015 stóð þessi efnilega hestakona sig vel en hún varð Íslandsmeistari í tölti T2 í unglingaflokki á Íslandsmótinu sem haldið var í Reykjavík og er sterkasta íþróttamót ársins. Einnig komst hún í úrslit í fjórgangi og endaði þar í 8. sæti. Á Gæðingamóti Þyts sigraði Eva unglingaflokk, á íþróttamóti Þyts sigraði Eva fjórgang og varð í þriðja sæti í tölti og varð samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Eva fjórgang, var í 2. sæti í tölti eftir sætaröðun, í 3. sæti í smala og í 2. sæti í tölti T7. Eva er samviskusöm, hæfileikarík og sýnir góða ástundun. 


Flettingar í dag: 459
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108755
Samtals gestir: 495747
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 18:40:11