06.01.2016 11:07

Fyrirlestur með Ingimari.



Ingimar Sveinsson verður með fyrirlestur í Þytsheimum miðvikudaginn 13. janúar kl. 18. Ingimar þarf vart að kynna, hann var um árabil kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er höfundur bókarinnar "Hrossafræði Ingimars". Hann setur saman efni tveggja fyrirlestra fyrir okkur og erindin taka samtals ca. 3 klst. Súpa og brauð í boði fyrir áheyrendur. Það kostar kr. 2000 fyrir Þytsfélaga en kr. 2500 fyrir aðra. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á fróðleik og borða súpu í góðum félagsskap.
Flettingar í dag: 2654
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 4219
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2325227
Samtals gestir: 93165
Tölur uppfærðar: 15.9.2025 10:01:13