25.10.2016 10:39
Uppskeruhátíð Æskulýðsstarfs Þyts
Föstudaginn þann 28. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefnd Þyts með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga (suðursalnum), þar verða veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu.
Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum,
reiðþjálfun, knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum
á árinu, börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.
Æskulýðsnefndin
Skrifað af Helga
Flettingar í dag: 570
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1665
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 2476149
Samtals gestir: 94029
Tölur uppfærðar: 5.11.2025 06:09:33
