11.11.2016 09:33

Frá fræðslunefnd

Hér koma fyrstu fyrirhuguðu námskeiðin frá fræðslunefndinni ef næg þátttaka næst. 
 

Knapamerki 1 og 2 fyrir fullorðna

 

Markmið Knapamerkjanna

  • Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
  • Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
  • Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.


Bóklegir tímar verða kenndir fyrir áramót á kvöldin, byrjum 21.nóv og það verða 5 skipti með prófi. 

Verklegir tímar byrja eftir áramót í janúar. Við ætlum að taka knapamerki 1 og 2 saman, einu sinni- tvisvar sinnum í viku á kvöldin.

Áætlað er á knapamerkjasíðunni að verklegu tímarnir séu 18-20 tímar í knapamerki 1 og 28-30 tímar í knapamerki 2. En það er til viðmiðunar, fer eftir hópnum hvað við viljum taka marga tíma og kostnaðurinn fer eftir fjölda í hóp (3-5) og/eða fjölda á námskeiði. 

Áætlað er að taka 15 verklega tíma og ef það gengur eftir er kostnaðurinn í kringum 40.000 kr. á mann. 


kennari Fanney Dögg

Skráning á námskeiðið líkur 20.nóv. á e-mail: thyturfraedsla@gmail.com

Bandmúlar/snúrumúlar námskeið 11. des


Námskeiðið sem yrði ca 1,5 til 2 klst og stæði fólk uppi með múl sem það hefði hnýtt sjálft og svo kennsluefnið sem væri það vel uppbyggt að allir ættu að geta hnýtt sinn múl hjálparlaust á eftir.

Námskeiðið kostar 7.900 á manninn með efni og kennsluefni.

Nemendur myndu að námskeiði loknu hafa með í farteskinu einn skrautmúl og ítarlegt kennsluefni svo þeir ættu að fara létt með að hnýta sína eigin múla í framtíðinni.

Þetta hentar öllum, frábær fjölskyldu námskeið fyrir hestamanninn. Skráning á námskeiðin líkur 20.nóv. á e-mail thyturfraedsla@gmail.com
Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880712
Samtals gestir: 470150
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 10:59:23