02.01.2017 13:08

Ísólfur í 2. sæti í vali um íþróttamann ársins hjá USVH 2016Ísólfur varð annar í vali um íþróttamann ársins hjá USVH fyrir árið 2016. Ísólfur var sem fyrr atkvæðamikill á keppnisbrautinni á árinu og átti góðu gengi að fagna. Yfir vetrarmánuðina tók hann þátt í báðum sterkustu innanhúsmótaröðum ársins, Meistaradeild VÍS á Suðurlandi og Meistaradeild KS á Norðurlandi, var þar í úrslita og verðlaunasætum á flestum mótum. Nýtt innanhúsmót var svo haldið þar sem sigurvegurum stærstu deilda landsins var boðið í hverja grein og sigraði Ísólfur sína grein á því móti. Ísólfur keppti víða um land á árinu með mjög góðum árangri, ávallt í úrslitum eða sigraði greinar og var í b-úrslitum á Íslandsmóti í einni grein. Hann keppti svo í fyrsta sinn fyrir landslið Íslands sumarið 2016 þegar hann fór á Norðurlandamót í Noregi með tvo hesta. Þar var hann í þriðja og fjórða sæti í hvorri grein. Ísólfur var kjörinn knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt. Ísólfur er mikill keppnismaður sem leggur ávallt metnað í verkefnin sín og mætir til leiks vel undirbúin. Hann hefur skipað sér í sess knapa í fremstu röð meðal hestamanna í Íslandshestaheiminum. 
Stjórn Þyts óskar Ísólfi innilega til hamingju með árangurinn á árinu sem og öllu þessu frábæra íþróttafólki sem var tilnefnt !!!!!

Í 1. sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuboltakona og í 3. sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuboltakona.

Tilnefndir voru einnig:

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson - Kraftlyftingar

Hannes Másson - Körfubolti

Helga Una Björnsdóttir - Hestaíþróttir

Karítas Aradóttir - Hestaíþróttir

Birna Olivia Agnarsdóttir - Hestaíþróttir


Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880744
Samtals gestir: 470151
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 11:38:06