22.01.2017 18:21

Húnvetnska liðakeppnin - dregið í lið

Í gærkvöldi á þorrablóti Þyts voru fyrstu keppendur dregnir í lið og haldin var keppni án hests sem fjólubláa liðið vann og fengu þau 2 stig inn í mótaröðina.
Nefndin kynnti nýtt mót sem verður haldið í lok mótaraðarinnar á Sauðárkróki, mjög spennandi mót þar sem efstu 4 í 2. flokki, 2 efstu í barna, unglinga og ungmennaflokki munu keppa á úrslitamóti deilda á Norðurlandi. Mót sem er í líkingu við meistari meistaranna sem haldið var í Sprettshöllinni sl vor þar sem efstu knapar í öllum deildum á landinu kepptu á úrslitamóti. Mótið verður nánar kynnt þegar nær dregur.

Annað sem nefndin endurvekur er ,,Bæjarkeppnin" en fyrir nokkrum árum var svipuð útgáfa samhliða liðakeppninni. Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið, Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og annaðhvort barna eða unglingaflokki, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann. Hvert lið ákv knapa fyrir hvert mót, en knapar mega ekki fara á milli liða.

Mótin verða þrjú eins og áður hefur verið auglýst:
Fyrsta mót verður föstudaginn 17. febrúar - fjórgangur, næsta mót verður föstudaginn 3. mars og þá verður keppt í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T2, tölti T7 í barna, unglinga og 3. flokki. Lokamótið verður haldið laugardaginn 1. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í öllum flokkum.Liðin má sjá hér fyrir neðan:

Gulir
Erla Rán pollafl.
Guðmar Hólm barnafl.
Dagbjört Jóna barnafl.
Ásta Guðný unglingafl.
Fandís Ósk 3.fl
Magnús E. 2.fl
Þorgeir 2.fl
Ísólfur 1.fl
Jói Magg 1.fl
Bleikir
Sigríður Emma poll.fl
Rakel Gígja barnafl.
Bryndís barnafl.
Lara Margrét unglingafl.
Meggy Fischer 3.fl
Gréta Brimrún 2.fl
Eva Dögg 2.fl
Birna Olivia 2.fl
Friðrik Már 1.fl
Vigdís 1.fl
Fjólubláir
Rökkvi pollaf.
Arnar Finnbogi barnafl.
Eysteinn T.   unglingafl.
Irina Kamp 3.fl
Ásdís Brynja 2.fl
Aðalheiður E 2.fl
Eline Manon 2.fl
Elvar Logi 1.fl
Fanney Dögg 1.fl

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880744
Samtals gestir: 470151
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 11:38:06