03.02.2017 09:16

Námskeið með Súsönnu Sand frestast til helgarinnar 24. - 26. febrúar



Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum? 
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns.

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómar

Helgarnámskeið með fyrirlestri og sýnikennsla föstudagskvöld, og Súsanna myndi svo byrja á að sjá og prufa hestana ykkar og þetta yrðu 4 tímar á mann, laugardag og sunnudag. Verð fyrir allt saman 30.000 kr
Skráning á thyturfraedsla@gmail.com fyrir 23.janúar

Fyrirlesturinn og sýnikennsla er klukkan 19.30 og er opinn fyrir alla og kostar 1000 kr inn en frítt fyrir 17 ára og yngri
Flettingar í dag: 2957
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 960542
Samtals gestir: 50267
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:14:55