11.02.2017 08:43

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 17. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi. Í öllum flokkum verður keppt í V3, forkeppnin riðin: Hægt tölt - hægt til milliferðar brokk - meðalfet - hægt til milliferðarstökk - milliferðar til yfrirferðar tölt.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk.

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.

Í ár verður boðið uppá bæjarkeppni samhliða liðakeppninni .
Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk þesa 1,2 3 og annaðhvort ungling eða barn, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (fjólubláum,bleikum og gulum). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þetta er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta

Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!

Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni.


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

Mótanefnd
 

SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

Flettingar í dag: 2151
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 962979
Samtals gestir: 50328
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:48:26