23.02.2017 21:47

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 3. mars, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 28. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi. 


Í 1 og 2 flokki  verður keppt í F2, forkeppnin riðin: Hægt til milliferðar tölt - hægt til milliferðar brokk - meðalfet - hægt til milliferðarstökk - skeið.  


Í 3.flokk, barnaflokk og unglingaflokk verður keppt í T7 forkeppnin er riðin: Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd - frjáls ferð á tölti.


Einnig er keppt í T2 í 1 flokki en öllum er velkomið að skrá sig og keppa en forkeppnin er riðin: Tölt á frjálsri ferð, einn hringur -hægt tölt, jafn og rólegur hraði, 1 hringur - hægt er niður á fet og skipt um hönd - hægt tölt upp í milliferð 1 hringur, þar sem báðir taumar eru teknir í aðra hönd og greinilega sýnt að taumsamband við munn hestsins sé ekki til staðar. 

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk. 

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.

Bæjarliðin sem kepptu síðast eru beðin um að tilkynna hverjir keppa fyrir þeirra hönd á þessu móti fyrir kl 18 fimmtudaginn 2 mars á netfangið thytur1@gmail.com.
Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!

Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni. 


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar 

Mótanefnd

 
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

Flettingar í dag: 211
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4111399
Samtals gestir: 496446
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 03:44:51