09.11.2017 08:51

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu

 

Laugardagskvöldið 28. október sl var haldin uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu í félagsheimilinu á Hvammstanga. 

Þar voru veitt verðlaun fyrir hæðst dæmdu kynbótahross sýslunnar og stigahæstu knapar ársins hjá Þyt fengu sínar viðurkenningar. Ræktunarbú ársins var Lækjamót en tilnefnd voru Bessastaðir, Grafarkot, Gröf, Lækjamót og Syðra Kolugil.
Hæðst dæmda hryssan var Ísey frá Lækjamóti en hún hlaut 8,70 fyrir byggingu, 8,54 fyrir hæfileika sem gerir 8,60 í aðaleinkunn.
Hæðst dæmdi stóðhesturinn var Mjölnir frá Bessastöðum en hann hlaut 8,15 fyrir byggingu, 8,80 fyrir hæfileika sem gerir 8,54 í aðaleinkunn.
 
Hér fyrir neðan er svo yfirlit yfir efstu kynbótahross í hverjum flokki fyrir sig:
 
4 vetra stóðhestar 
Júpiter frá Lækjamóti 8,30 
Gustur frá Efri-þverá 7,81 
Spölur frá Efri-þverá 7.71
 
4 vetra hryssur
Frelsun frá Bessastöðum 8,03
Dagrún frá Víðidalstungu 7,70

5 vetra hryssur
Ísey frá Lækjamóti 8,60
Flikka frá Höfðabakka 8,18
Trú frá Lækjamóti 8,11

6 vetra stóðhestar 
Mjölnir frá Bessastöðum 8,54 
Garri frá Gröf 8,01 
 
6 vetra hryssur
Gljá frá Grafarkoti 8,18
Ógn frá Bessastöðum 8,17 
Fröken frá Bessastöðum 8,06

7 vetra og eldri stóðhestar
Eldur frá Bjarghúsum 8,35 
Vignir frá Syðra Kolugili 8,16 
Hjaltalín frá Lækjamóti 7,87 (klarhestur) 

7 vetra og eldri hryssur

Sigurrós frá Hellnafelli 8,07
Sæfríður frá Syðra Kolugili 7,96
Skörp frá Efri-Þverá 7,95
 
Veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins hjá Þyt, útreikningur á knapa ársins er þannig að veitt eru mismunandi stig fyrir lögleg mót, ólögleg mót og stórmót. Stigin af öllum mótum síðan lögð saman og þannig raðast knapar upp í sæti. 
 
1. flokkur:
Knapi ársins í 1. flokki er Helga Una Björnsdóttir, hún var dugleg á skeiðbrautinni með hestinn Besta frá Upphafi, einnig keppti hún mikið á Þoku frá Hamarsey með góðum árangri. 
2. sæti: Ísólfur Líndal Þórisson 
3. sæti: Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
 
2. flokkur:
1. sæti Sverrir Sigurðsson
2. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson
3. sæti Þóranna Másdóttir
 
Ungmennaflokkur
1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir
2. sæti Birna Olivia Ödqvist
3. sæti Fanndís Pálsdóttir
 
Unglingaflokkur
1. sæti Karítas Aradóttir
2. sætir Eysteinn Tjörvi Kristinsson
3. sæti Ásta Unnsteinsdóttir
 
Barnaflokkur
1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. sæti Bryndís Kristinsdóttir
 
 
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4111487
Samtals gestir: 496456
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 05:15:51