10.02.2018 18:51

Trec -reglur Þyts

Trec

 
 
 

 

 

 1. Stökk A-A
 2. Fet C-A
 3. Blómareið
 4. Völundarhús
 5. Hlið
 6. Bakka
 7. Limbóstangir
 8. Skilja hest eftir

 

 • Hér fyrir neðan má finna lýsingar á verkefnum og fram kemur ef að verkefni er gert eitthvað öðruvísi fyrir barnaflokka en í unglinga- og fullorðinsflokkum
 • Verkefnin eru í ákveðinni röð og númer við hverja æfingu svo knapar ættu ekki að ruglast
 • Það eru ekki öll verkefnin á tíma, en verkefnið í heild sinni á að ganga vel fyrir sig og þegar einni æfingu er lokið á að koma sér sem fyrst í næstu og svo koll af kolli.

 

Reglur

 


 1. Stökk – æfing er á tíma
   

 

Markmið : Ríða eins hægt stökk og hægt er.

Reiðleið: A-A einn hringur á sporaslóð. Knapi verður að fara út fyrir staurana.

Börn: mega ríða hægt tölt eða hægt brokk.

Lýsing á æfingu

 • Knapi ræður hvort hann sýnir vinstra eða hægra stökk
 • Knapi ríður einn hring frá A-A
 • Þegar fótur knapa er við A fer tímataka af stað og þegar að fóturinn nemur aftur við A þá stoppar tímatakan
 • Heimilt er að ríða upp á hvora hönd sem knapinn vill
 • Ef knapi hefur t.d. sýnt stökk upp á hægri hönd en ætlar að sýna fet upp á vinstri þá skiptir hann um hönd á þeirri skamhlið sem stökkið endar því hver knapi hefur bara eina langhlið til þess að undirbúa fet.

 

Villur í æfingu

 • Ef hestur fer af stökki niður á aðra gangtegund þá mínusast 10 sek. af tímanum sem þýða að knapi fær færri stig fyrir æfinguna
 • Knapinn hefur 3 hestlengdir til þess að koma hestinum aftur upp á stökk, ef hesturinn fer af gangtegund. Ef knapinn nær ekki að fara upp á stökk á þessari vegalengd fær hann 0 í einkunn.
 • Ef hestur fer tvisvar eða oftar af stökki þá fær knapi 0 í einkunn.

Reiðmennskuvillur:

 • Óregluleg framhugsun hjá hesti (hestur hikar)
 • Vitlaus staðsetning knapa í þraut (sem leiðir til þess að hestur snertir staurana)
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar

 

Knapi hefur heila langhlið til þess að undirbúa næsta verkefni sem er Fet

 1. Fet – æfing er á tíma. 
   

Markmið:  ríða eins hratt fet og hægt er

Reiðleið: C-A hálfur hringur  (ein langhlið) tími byrjar um leið og fótur knapa fer framhjá C

 

Lýsing á æfingu

 • Knapi ræður hvort hann sýnir fet upp á vinstri eða hægri hönd
 • Þegar fótur knapa nemur við C fer af stað tímataka og þegar að fótur knapa nemur við A þá stoppar tímataka

Villur í æfingu

 • Ef hestur fer af feti upp á aðra gangtegund bætast við 10 sek. við tímann sem að þýðir að knapinn fær færri stig fyrir æfinguna.
 • Knapinn hefur eina hestlengd til þess að hægja á hestinum á fet. Ef knapinn nær því ekki á þessari vegalengd fær hann 0 í einkunn.
 • Ef hestur fer upp af feti tvisvar eða oftar fær knapinn 0 í einkunn.

Reiðmennskuvillur:

 • Óregluleg frahugsun hjá hesti (hestur hikar)
 • Vitlaus staðsetning knapa í þraus (sem leiðir til þess að hestur snertir leiðara)
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar

 

 

 

 

 1. Blómareið – ekki á tíma 

   

  Markmið: gotta samspil knapa og hests. Hesturinn gengur fús áfram og bregst rétt við ábendingum knapa. Sýna fram á að hesturinn sé rólegur.

Reiðleið: sjá teikningu.

Lýsing á æfingu

 • Knapi staðsetur sig við tunnuna þar sem blómapotturinn er
 • Fótur knapa staðsettur við miðja tunnu (þarf ekki að snerta )
 • Knapi teygir sig í blómapottinn
 • Knapi ríður með aðra hendi á taum að næstu tunnu, í kringum hana og til baka
 • Knapi stoppar fótur er staðsettur við miðja tunnu (þarf ekki að snerta)
 • Knapinn er stopp slakar taumum í a.m.k. 3.sek. þannig að dómarar sjái það greinilega
 • Leggur frá sér blómaapottinn á tunnuna (sömu tunnu og potturinn var á í upphafi)

Villur í æfingur

 • Báðar hendur á taum
 • Hestur flýtir sér, fer upp á hraðari gangtegund
 • Hestur fer af stað eftir að kapi slakar taum í lokin þegar hann á að vera stopp
 • Knapi slakar ekki taum
 • Hestur fer skrykkjótta leið

Reiðmennskuvillur:

 • Óregluleg framhugsun hjá hesti (hestur hikar)
 • Vitlaus staðsetning knapa í þraut
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar

 

 

 

 

 1. Völundarhús 
   

Markmið : Sýna framhugsun og hugrekki hjá hestinum. Samspil knapa og hests þurfa að vera góð. Hesturinn má ekki stíga á spýturnar.

Reiðleið: sjá teikningu. Knapi ræður hvoru megin hann fer inn í æfinguna.

Lýsing á æfingu

 • Knapi ríður í gegnum völundarhúsið
 • Knapi ræður hvoru megin hann byrjar í völundarhúsinu
 • Knapi og hestur fá ekki fulla einkunn ef þeir snerta spýturnar (stíga á þær, ýta þeim til hliðar né reka hófana í)
 • Knapi og hestur fá 0 í einkunn ef hestur stígur út fyrir.

Villur í æfingu

 • Hestur fer úr verkefni
 • Hestur svara ekki ábendingum knapa
 • Bakkar
 • Sýnir kergju
 • Snertir spýtur
 • Neitar
 • Stígur út úr æfingur (einn fótur er nóg) 0 stig

 

Reiðmennskuvillur

 • Óregluleg framhugsun hjá hesti vegna ábendinga (hestur hikar)
 • Vitlaus staðsetning knapa í þraut (sem leiðir til þess að hestur snertir leiðara)
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar

 

 

 1. Hlið – ekki á tíma 
   

Markmið: Að ríða að hliði opna það og loka því aftur á hesti sem er  óhræddur, hlýðinn og sýnir framhugsun í verkefninu. Jafnar og rétta ábendingar knapans.

 Reiðleið: Sjá teikningu. Knapi ræður hvoru megin hann fer inn í æfinguna.

Börn : Þurfa bara að opna hliðið en fá hærri reiðmennskueinkunn ef þau geta lokað því

Lýsing á æfingu

 • Knapi opnar og lokar hliði
 • Knapi verður alltaf að halda í bandið
 • Hliðið er gert úr tréstaurum og bandi
 • Knapi verður að taka lykkju upp af staur ríða í gegn og loka á eftir sér

Villur í æfingu

 • Hestur fer úr verkefni
 • Hestur svara ekki ábendingum knapa  (hestur víkur frá óumbeðin)
 • Bakkar
 • Kergja 
 • Hestur neitar
 • Hestur fer að snúast í hringi
 • Knapi missir bandið
 • Hestur snertir hliðstaurana
 • Hestur stendur staður í meira en 5 sek án þess að hlusta á knapa. 0 stig

Reiðmennskuvillur

 • Óregluleg framhugsun hjá hesti (hestur hikar)
 • Vitlaus staðsetning knapa í þraut (sem leiðir til þess að hestur snertir staurana)
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar

 

 

 1. Bakka – ekki á tíma 

   

  Markmið : Sýna hlýðni og hæfni hestsins þegar riðið er afturábak

Reiðleið: sjá teikningu. Knapi ræður hvoru megin hann fer inn í æfinguna.

Börn: bakka styttra en unglingar og fullorðnir

Lýsing á æfingu

 • Knapi ríður á milli spýta stoppar hestinn (sjá mynd)
 • Framfætur hestsins verða að vera við x á spýtunum eða fyrir framan (semsagt út fyrir spýturnar)
 • Hestur stendur kyrr í 3 sek áður en að hann fer af stað í æfinguna að bakka
 • Í þessari æfingu má knapi notast við hálsband

Villur í æfingu

 • Hestur snertir leiðara
 • Hestur stígur út fyrir leiðara ( einn fótur er nóg) = 0 fyrir æfingu
 • Hestur neitar
 • Hestur fer áfram
 • Hestur hlustar ekki á ábendingar knapa

 

Reiðmennskuvillur

 • Óregluleg framhugsun hjá hesti (hestur hikar)
 • Skortur á léttleika
 • Hestur eða knapi ekki í jafnvægi
 • Rangar ábendingar
 • Hestur færir sig til hliðar
 • Knapi situr ekki beinn yfir hestinum

 

 

 

 1. Limbóstangir – ekki á tíma 
   

Markmið: ríða undir án þess að hrinda niður stöngunum.

Reiðleið: sjá teikningu. Knapar verða alltaf að fara inn í æfinguna á saman stað. Vegna þess að stangirnar geta bara dottið niður öðru megin

Lýsng á æfingu

 • Knapi má ráða hvort hann sýni æfinguna á brokki, tölti eða stökki
 • Flest stig fást fyrir stökk
 • Knapi verður að komast undir allar hindranirnar

 

Villur í æfingu

 • Hitta ekki á æfingu ( hesturinn fer framhjá ) = 0 stig fyrir æfinguna
 • Hestur fer úr æfingunni
 • Hlustar ekki á ábendingar knapa
 • Hestur neitar
 • Hestur bakkar
 • Hestur skiptir um gangtegund í æfingu
 • Knapi hrindir niður stöng/um

 

 

 1. Skilja hestinn eftir - tími 
   

Markmið: Hesturinn verður að vera inni í sag-hringnum í 10 sek. Hann má hreyfa sig en ekki fara út fyrir innri saghringinn. Rólegur og hlýðinn hestur sem bíður eftir knapa sínum.

Reiðleið: sjá teikningu

Lýsing á æfingu:

 • Knapi teymir hest sinn með tauminn niðri og staðsetur hestinn inni í innri hringnum (x) setur tauminn upp á háls hestsins rétt fyrir framan hnakknefið. Ekki má festa tauminn á neinn hátt eða binda hestinn niður. Þegar hesturinn er stopp og taumurinn er kominn uppá háls hestsins, þá hefur knapinn 10 sek til að skilja hestinn eftir og fara út úr innri hringnum
 • Þegar knapinn er kominn í ytri hring er hann ekki á tíma en þar undirbýr hann sig í að fara út fyrir ytri hringinn, í þessum hring eru gefin refsistig ef knapi leiðréttir hestinn með líkastjáningu en hann má alltaf nota röddina.  Fyrir hverja líkamstjáningu fær knapinn 2 refsistig sem verða tekin af þeim tíma sem að knapinn nær að láta hestinn standa kyrran. Heimilt er að ganga beint úr innri hring og út fyrir ytri hring ef hann treystir hestinum til þess að vera eftir í innri hring.
 • Þegar knapinn er kominn út fyrir ytri hring byrjar önnur tímataka. Hesturinn má ekki fara útfyrir innri hring og knapinn þarf að standa kyrr í 10 sek.
 • Ef það tekst og hesturinn er ennþá inni í innri hringnum og knapinn hefur staðið kyrr í 10 sek má knapinn reyna við aukastigin sem eru fengin með því að ganga (ekki hlaupa) einn hring í kringum ytri hringinn og ef hesturinn er ennþá í innri hring þegar hann hefur gengið einn hring þá hlýtur hann auka 8 stig.
 • Hesturinn má ekki fara út fyrir innsta saghringinn ef það gerist er það 0 fyrir æfinguna.

Villur í æfingu

 • Knapi setur ekki upp tauminn
 • Knapi hleypur
 • Knapi notar líkamstjáningu til þess að láta hestinn færa sig eða standa kyrran (t.d hendur eða fætur )
 • Hestur fer út úr hringnum  = 0 stig fyrir æfingu
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 2240
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3797851
Samtals gestir: 459176
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 08:54:37