31.03.2018 08:20

Sýningin hestar fyrir alla 18. apríl nk

Fyrirhugað er að halda reiðhallarsýningu Þyts

-Hestar fyrir alla-

miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi, kl 17.30.

Sýningin verður haldin í samstarfi æskulýðsnefndar Þyts og annara félgasmanna.

Og vonast nefndin auðvitað eftir góðum undirtektum félagsmanna.

Til að halda sýningu verðum við að hafa atriði og þess vegna leitum við til ykkar félagsmenn góðir, sem og annarra áhugasamra.

 

Lumar þú á góðri hugmynd að atriði sem vantar að komast í framkvæmd?

Er áhugi til að vera með til staðar en vantar félagsskapinn?(mögulega eru fleiri svoleiðis en bara þú)

Ertu með efnilegt hross sem þú vilt koma á framfæri?

Og svona mætti lengi telja.

Klárhross, Alhliðahross, Stóðhestar/merar, Ræktunarbú og önnur Kynbótahross sem og önnur þau atriði sem fólki dettur í hug ;)

Allir velkomnir

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eru hvattir til að hafa samband við sýninganefnd sem fyrst.

 

Kolla Grétarsd. S: 894-4966/ hellnafelli@gmail.com

Kolla Stella s. 863-7786 / kolbrunindrida@gmail.com

Og þeir krakkar sem vilja vera með endilega verið í sambandi við Æskulýðsnefndina á thyturaeska@gmail.com eða Öllu í síma 868-8080

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur

Sýningarnefnd Þyts

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 1253
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 4107678
Samtals gestir: 495500
Tölur uppfærðar: 27.11.2020 07:58:27