13.04.2018 10:27
Hestar fyrir alla!
Sýningin Hestar fyrir alla verður haldin í Þytsheimum 18.apríl næstkomandi, klukkan 17:30. Sýningin er mjög fjölbreytt og verða knapar allt frá leikskólaaldri og upp í fullorðinsár. Von er á vönduðum atriðum, allt frá ræktunarbúum yfir í sleðareið og fimleika á hesti.
Verð á sýninguna er 2.000 kr, frítt fyrir 12 ára og yngri og er innifalið í verðinu grillveisla og smápítsur.
Við hlökkum til að sjá ykkur á skemmtilegri sýningu þar sem sjá má hversu fjölhæfur íslenski hesturinn er og hversu stórum hópi fólks hann hæfir.
Sýninganefnd og æskulýðsnefnd Þyts
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 7289
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 2314887
Samtals gestir: 93133
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 02:56:02