21.01.2019 10:44

Norðlenska mótaröðin 2019


Norðlenska mótaröðin 2019 er samstarfverkefni  hestamannafélaga í Skagafirði, Austur Húnavatnssýslu og vestur Húnavatnssýslu (Skagfirðings, Neista og Þyts )og haldin verða fjögur reiðhallarmót.

Fyrsta mótið verður haldið 16. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga
Þar verður keppt í fjórgangi, gert er ráð fyrir að það verði keppt í 6.flokkum (börn,unglingar,ungmenni, 1.2.3. flokkur fullorðna)

Annað mótið verður 2.mars í reiðhöllinni Svaðastöðum
Keppt verður í fimmgangi 1.2.3.flokkur og ungmennaflokki
Fjórgangur eða tölt börn og unglingar

Þriðja mótið verður 16.mars Þytsheimum á Hvammstanga
Keppnisgrein tölt, allir flokkar

Fjórða mótið verður 30 mars reiðhöllinni á Svaðastöðum
Keppnisgreinar: Slaktaumatölt og skeið
Tölt eða fjórgangur börn og unglingar

Mótin verða á laugardögum í vetur og byrja þau kl 14:00 og verður stigakeppni milli hestamannafélaga.
Flettingar í dag: 2048
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 3136
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 2337078
Samtals gestir: 93209
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 15:05:41