25.03.2019 15:23

Járninganámskeið síðustu helgi.Síðustu helgi var haldið járninganámskeið á vegum hestamannafélagsins. Átta nemendur fengu sýnikennslu og verklega kennslu hjá íslandsmeistaranum í járningum, járningameistaranum Kristjáni Elvari Gíslasyni. Nemendur voru misreyndir, allt frá að vera alveg óvanir og komnir með það að markmiði að geta verið að einhverju leiti sjálfbjarga um að járna hestana sína og upp í talsvert vana járningamenn að leitast eftir endurmenntun og viðbótarþekkingu. Skemmtilegt að geta haldið námskeið sem nýtist svo breiðum hóp. Gaman er líka að segja frá því að á námskeiðinu var jafnrétti kynjanna í hávegum haft, jafnmargar konur og karlar í hópi þátttakenda. Allir höfðu að námskeiði loknu járnað að minnsta kosti einn hest og halda vonandi ótrauðir áfram að æfa sig. 

Fræðslunefnd vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Hjálmars, Gullu, Steina og Þórdísar fyrir að leggja okkur til kennsluaðstöðu. Það er ómetanlegt að eiga greiðvikna félaga þegar einhvers þarf við.


Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880744
Samtals gestir: 470151
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 11:38:06