06.08.2019 08:04

Reiðmaðurinn !!!

Hestamannafélagið Þytur í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafa tekið höndum saman og hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á endurmenntunarnámskeiðið Reiðmaðurinn. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám ætlað fólki sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.


Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það en einnig er þetta almennt bóklegt nám um m.a. sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám og er metið til 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi.  Sjá nánar á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir endurmennntun.  Lbhi.is


Möguleiki væri að fara af stað í haust ef næg þátttaka næst fljótlega (10-12 manns) og skránig gengur fljótt fyrir sig.  Annars væri stefnan að fara af stað haustið 2020.  Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Pálma í síma 8490752 eða sendið skilaboða á facebook eða á netfangið palmiri@ismennt.is

Flettingar í dag: 237
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1911
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 2045931
Samtals gestir: 89139
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 01:48:58