13.03.2023 06:29

Keppt verður í Smala á næsta móti í Mótaröð Þyts

                                                                 
      

Næsta mót í Mótaröð Þyts verður haldið laugardaginn 25. mars næstkomandi og verður keppt í Smala. Lokamótið verður síðan 15. apríl og líklega verður keppt í T3 þá. 


Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

ATH. Við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.

 

 

 

                                                                                                                             
    
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 1146
Gestir í gær: 278
Samtals flettingar: 987620
Samtals gestir: 51619
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 01:45:33