16.01.2024 12:10

Almennur félagsfundur Þyts - fundargerð

Almennur félagsfundur haldinn í Þytsheimum 11. janúar 2024 kl. 20:00.
Mættir 17 félagsmenn.


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Byrjaði á að þakka þeim fyrir sem tóku þátt í að þrífa og taka til í reiðhöllinni síðustu
daga.


Búið er að setja upp mótor við hurðina, verið að vinna í að finna hvaða
aðgangsstýring er best. Rafvirki er að vinna í að laga tengla í kaffistofunni í
reiðhöllinni og lýsingu.


Greindi frá verkefninu Félagshesthús sem félagið er að hleypa af stokkunum í vetur.
7 börn eru skráð. Búið er að fá stíur í hesthúsinu hjá Láru og Gunnari, verkefnið
kostar nokkuð og börnin greiða mjög lágt þátttökugjald. Búið að sækja um styrki á
nokkrum stöðum.


Nefndi að námskeiðið Reiðmaðurinn væri í gangi og mikil stemning þar.
Sagði að Heiða myndi hjálpa krökkunum í Félagshesthúsinu af stað. Bað um að fólk í
hesthúsahverfinu myndi vera duglegt við að líta til með þessu nýja unga hestafólki.
Jessie verður með knapamerki fyrir yngra starfið.


Fanney fór yfir innanhúsmótaröðina, búið er að setja dagssetningar inn á Þytssíðuna.
Endað verður á smalakeppni, en mikil steming var á mótinu í fyrra.
Þórdís nefndi að gott væri að félagsmenn væru duglegir við að hjálpa til við mótin.

Nína nefndi að það væru hér kassar með fullt af flottum búningum. Það þyrfti að finna
tækifæri til að nota þessa búninga.


Hvatt var til þess að vera með þorrablót. Formaður tók undir það, stungið var upp á
föstudeginum 26. janúar. Hvatti hann þá sem myndu mæta að auglýsa það.
Nína sagðist ætla að vera í sjoppunni á fyrsta mótinu og brutust út mikil fagnaðarlæti
við þær fréttir. Spannst upp umræða um hversu erfitt væri að fá fólk til að vinna fyrir
félagið, fólk þarf að athuga að það er ekki bara hægt að þiggja, það þarf líka að gefa
af sér til að félagsstarf geti verið blómlegt.


Fundi slitið kl 21:10

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2093
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 984561
Samtals gestir: 51178
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:20:11