28.02.2020 21:28

Þytur 70 ára

Haldið var upp á afmæli Þyts í Þytsheimum 26. febrúar sl. en þann dag varð félagið 70 ára. Keppt var í grímutölti í 5 flokkum, pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, minna vanir og meira vanir. Síðan var afmæliskaffi í boði Þyts. Úrslit Grímutöltsins má sjá hér fyrir neðan.

Félagið var stofnað 26. febrúar 1950, fyrsti formaður var Ámundi Jónsson Dalkoti og stofnfélagar voru 27. Núverandi formaður er Pálmi Geir Ríkharðsson og félagarnir eru 272. Félagsbúningurinn er svartur jakki með merki félagsins í brjósti, grænt bindi, hvít skyrta, hvítar reiðbuxur og svört reiðstígvél. Nafn félagsins er samkvæmt uppástungu Árna Hraundal og Pálma Hraundal að félagið yrði nefnt eftir hesti Jóseps Guðmundssonar frá Grafarkoti en hann var ættaður frá Bjarna Þorlákssyni í Kothvammi.

Pollaflokkur


Herdís Erla og Styrkur frá Króki
Ayanna og Glaumur


Barnaflokkur 


1. Indriði Rökkvi og Vídalín frá Grafarkoti
2. Svava Rán og Gróp frá Grafarkoti
3. Valdís Freyja og Funi frá Fremri-Fitjum
4. Jólin og Þengill frá Árbakka

Búningaverðlaun hlut Jólin


Unglingaflokkur 


1. Rakel Gígja og Stuðull frá Grafarkoti
2. Margrét Jóna og Smári frá Forsæti
3. Dagbjört Jóna og Skutla frá Hvoli

Búningaverðlaun Dagbjört Jóna

Minna vanir 


1. Sigrún Eva og Freyja frá Brú
2. Fríða Björg og Melrós frá Kolsholti 2
3. Sigurður Björn og Von frá Nýpukoti

Búningaverðlaun Sigrún Eva


Meira vanir 


1. Elvar Logi og Þyrill frá Djúpadal
2. Fríða Marý og Elja frá Hvammstanga

Búningaverðlaun Fríða Marý

Flettingar í dag: 372
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 8178
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3848171
Samtals gestir: 465857
Tölur uppfærðar: 9.4.2020 17:12:40