26.11.2024 13:36

Leiðin að gullinu - Menntahelgi A landsliðsins, U21 og hæfileikamótunar

 

Leiðin að gullinu verður líka í streymi

Nú styttist í menntahelgi Landsliðsins, U21 og Hæfileikamótunar. Þar sem okkar glæsilegustu knapar gefa innsýn inn í það mikla afrekasstarf sem unnið er innan LH. Á laugardeginum verða sjö A landsliðknapar með sýnikennslur og á sunnudeginum mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

U 21 Landsliðið mun svo mæta á staðinn og flestir á þeim hesti/hestum stefnt er með á HM í Sviss 2025. Þau munu bjóða uppá blöndu af sýnikennslu og skrautreið en einnig gefst áhorfendum tækifæri til þessa að sjá hvar pörin eru stödd í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið.

Það er því ljóst að allir hestamenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þá verður einnig glæsileg veitingasala á svæðinu, þar sem verður m.a boðið uppá dýrindis jólamat.

Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi í samstarfi við Eiðfaxa TV. Verð fyrir streymi er 6900 kr og tryggir það aðgang að bæði laugardegi og sunnudegi. Hægt er að horfa á efnið fram til 13. desember.

Flettingar í dag: 682
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1958
Gestir í gær: 146
Samtals flettingar: 1446471
Samtals gestir: 76037
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 19:47:02