20.01.2025 18:47

Knapaþjálfun 

                                                                                                            
 

Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að

bæta sig. Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði.

 

Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol eru mikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi

líkamlega og andlega koma alltaf til með að standa betur að vígi en þeir sem ekki búa yfir sömu eiginleikum.

 

Bergrún er Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK 

Hún kenndi Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann.

Síðast liðinn vetur fór hún af stað með námskeiðið í formi helgarnámskeiðs og fékk mjög góðar viðtökur. 

 

Með Knapaþjálfun leggur hún áherslu á líkamsbeitingu knapans með og án hests. Aðstoðar viðkomandi knapa við að finna sína styrkleika og bæta veikleika sem kunna að hafa áhrif á reiðmennsku viðkomandi. Hún horfir mikið til líkamsstöðu, samhæfinguar og hvernig hægt er að bæta sig á hestbaki einfaldlega með því að vera meira meðvitaður um hvað má betur fara.

 

Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest "verkfæri" til að bæta líkamsbeytingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni.

 

Námskeiðið er sett þannig upp að það byrjar á fyrirlestri.

Þar er farið yfir áherslur í kennslu Knapaþjálfunar, hverju ber að huga að þegar bæta á líkamsstöðu sína á hestbaki, orsakir og afleiðingar vissrar líkamsbeytingar og hvernig við gerum varanlegar breytingar.

 

Hver knapi fer í svokallaða líkamsstöðugreiningu þar sem viðkomandi er skoðaður án hests. Horft er í líkamsstöðu, vöðvasamræmi knapa, hreyfifærni liða og annað sem getur mögulega haft áhrif á ásetu knapa og líkamsstöðu dags daglega.

 

Þessu eru svo hvoru tveggja fylgt eftir með tveimur reiðtímum - einkatímum. Þar sem áherslan er líkamsbeyting knapans og stjórn hans á hestinum. 

 

Að auki er einn laufléttur æfingartími, þar sem farið er í styrktarþjálfun og teygjur sem Bergrúnu finnst eiga erindi við alla knapa. Farið í æfingatækni sem getur nýst viðkomandi í ræktinni eða við hreyfingu dags daglega.

 

Námskeið sem þú mátt ekki missa af ! 

 

Dagsetning 5-6 apríl

Verðið á mann er 25.000 kr

Hámarksfjöldi eru 10 nemendur

Skráning evalenalohi@hotmail.com

 

 
Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1366
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1534419
Samtals gestir: 79241
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 06:39:07