12.02.2025 20:41

Heilsufar hestsins - Sonja Líndal

Þriðjudaginn 25.febrúar kl 18.00 mun Sonja Líndal leiða áhugasamt hestafólk í gegnum mikilvæg grundvallaratriði þegar kemur að því að meta heilsufar hestsins. Um er að ræða verklega kennslu þar sem kennt verður hvernig hesteigandi getur sjálfur framkvæmt skipulega heilsufarsskoðun. Meðal annars verður farið yfir hvernig þreifað er eftir kvíslböndum hestsins, þjálfuð verður notkun á hlustunarpípu til gagns fyrir almennan hestamann, einfaldar teygjuæfingar fyrir hesta prófaðar og hvað sé gott að eiga í sjúkrakassanum svo fátt eitt sé nefnt. 

 

ATH það þarf ekki að mæta með eigin hest á þetta námskeið. En það má. 

 

Það er mikilvægt að skrá sig hagræðingar fyrir skipulagningu. Skráning fer fram hjá Evu-Lenu í síma 893 5071 eða í messenger,  fyrir mánudagskvöldið 24.febrúar kl 20.

 

Þátttökugjald 2500 

Staðsetning: Hesthúsahverfið á Hvammstanga, Aðalból.   

Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 9848
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 1669325
Samtals gestir: 82338
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:03:27