17.02.2025 10:54
Reiðfærninámskeið fyrir 6-10 ára
Reiðfærninámskeið fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla verður haldið:
Þriðjudaginn 18.febrúar kl 16:30-17:30
Þriðjudaginn 25.febrúar kl 16:30-17:30
Þriðjudaginn 18.mars kl 16:30-17:30
Þriðjudaginn 25.mars kl 16:30-17:30
Skráning fer fram hjá Sonju Líndal, sem verður reiðkennari á námskeiðinu, t.d. í netfangið sonjalindal@gmail.com.
Markmiðið er að hafa gaman með hestinum sínum og efla þannig reiðfærni og áhuga. Farið verður í leiki og þrautabrautir.
Börnin þurfa að koma með sinn eigin hest. Ef einhvern langar að taka þátt í námskeiðinu en er hestlaus er um að gera að setja sig í samband við Sonju og reynt verður að finna lausn á því máli.
Æskilegt er að foreldrar fylgi þeim börnum sem enn eru mjög óörugg.
Námskeiðið er gjaldfrjálst í boði Hestamannafélagsins Þyts