26.01.2026 12:06
Reiðnámskeiðin byrjuð.
![]() |
Það er búið að vera mikið að gera um helgina hjá hestamannafélaginu Þyt. Á laugardaginn var haldið vel heppnað gæðingatölt, skráning var góð og margar mjög flottar sýningar
Á sunnudaginn var síðan fyrsti námskeiðsdagur hjá börnum og unglingum. 35 börn eru skráð á námskeið og óhætt er að segja að það hafi verið mikið líf og fjör í reiðhöllinni um helgina. Um reiðkennsluna sjá þær Fanney, Jessie og Sonja.
Kennt er alla næstu sunnudaga og er höllin upptekin frá 10.00 - 13.00:
Reiðkennsla kl. 10.00 - 10.45 Hópur 1.1 hálf höll og hópur 1.2 hálf höll
Reiðkennsla kl. 10.45 - 11.30 - Hópur 3
Reiðkennsla kl. 11.30 - 12.15 Hópur 4
Reiðkennsla kl. 12.15 - 13.00 Hópur 2.1 hálf höll og hópur 2.2 hálf höll
![]() |
![]() |



