Færslur: 2009 Janúar

09.01.2009 00:14

Þrettándagleðin

 



Komnar inn í myndaalbúm fullt af myndum frá Þrettándagleði Þyts. Endilega kíkið á það, en það var mjög vel að þessu staðið hjá Æskulýðsnefndinni. Björgunarsveitin Húnar voru með kyndla og sjörnuljós til sölu og kveiktu síðan í gosi upp við reiðhöll.  
Í blysförinni voru fullt af hressum álfum, þrír jólasveinar og auðvitað Grýla og Leppalúði. Þau fengu far á kerru sem fylgdi blysförinni alla leiðina frá Pakkhúsinu og upp að Hvammstangahöllinni. Á undan fóru hestamenn, álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar.
Siggi prestur fór svo á kostum og hélt uppi fjöri með söng og glensi. Tóta í Æskulýðsnefndinni stjórnaði leikjum, teymt var undir krökkunum og hægt var að fá sér kaffi, kakó og vöfflur. Guðmundur Haukur tilkynnti svo hver var Íþróttamaður ársins en það kom nú engum á óvart að þann titil hlaut Helga Margrét Þorsteinsdóttir.  
Myndirnar má sjá hér.

01.01.2009 17:54

Tilnefningar til Íþróttamanns USVH ársins 2008

 
Að þessu sinni eru tíu einstaklingar tilnefndir til íþróttamanns ársins hjá USVH. Tveir hestamenn eru tilnefndir en það eru þeir Ísólfur Líndal og Tryggvi Björnsson. Óskum við þeim til hamingju með tilnefninguna sem og öðru tilnefndu íþróttafólki.

Tilnefningarnar má sjá
hér.
Flettingar í dag: 652
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2093
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 984937
Samtals gestir: 51183
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 15:03:25