Færslur: 2012 Febrúar

16.02.2012 11:17

Dagsskráin




Dagskrá fyrir morgundaginn komin, mótið hefst kl. 17.00. Svo núna er bara að vona að veðrið verði gott.  

Forkeppni:

Unglingaflokkur
3. flokkur
hlé
2. flokkur
1.flokkur
Hlé
Úrslit:

B - úrslit í unglingaflokki

B - úrslit í 2. flokki
B - úrslit í 1. flokki
Hlé
A - úrslit í 3. flokki
A - úrslit í Unglingaflokki
A - úrslit í 2. flokki
A - úrslit í 1. flokki

15.02.2012 21:32

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

Fyrir stuttu síðan var ritari Þytssíðunnar stödd í Reykjavík í boði Ölgerðarinnar enda viðskiptavinur mánaðarins 18 mánuðinn í röð, hún notaði tækifærið og kom við í Víðidalnum og hitti þar fyrir tilviljun Sigurbjörn Bárðarson og tók hann tali.

09.02.2012 22:45

Grunnskólamót 2012 - NÝJAR dagsetningar



Því miður þurfum við að breyta áður auglýstum dagsetningum fyrir Grunnskólamótin í vetur.
Mjög erfitt er að finna daga sem skarast sem minnst á við það sem er á dagskrá hjá skólunum og hestamannafélögunum, en endanlegar dagsetningar eru eftirfarandi:
4. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tölt (4.-10. bekkur) og skeið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga
18. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tvígangur (4.-7. bekkur), þrígangur (4.-7. bekkur), fjórgangur (8.-10. bekkur) og skeið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki
25. mars, þrautabraut (1.-3. bekkur), smali (4.-10. bekkur) og skeið (8.- 10.bekkur) í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra

07.02.2012 22:21

Húnvetnska liðakeppnin - fjórgangur



Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður 17. febrúar nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1995 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd


 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

07.02.2012 14:11

Yfirlýsing frá Landssambandi hestamanna



Frá árinu 2007 hefur Landsamband hestamannafélaga reynt að fá Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðherra sveitarstjórnarmála til að binda enda á það óréttlæti að flokka hestahús í mismunandi flokka eftir því hvort þau standa á lögbýlum eða í þéttbýlli.

Hafa báðir aðilar tekið vel í að leiðrétta þessa mismunun, breyta lögum og eyða um leið þeirri óvissu sem uppi var um heimild sveitarfélaga til að túlka lög þannig að hægt væri að leggja fasteignagjöld á hesthús eins og um atvinnuhúsnægði væri að ræða.. Þá er einnig óvissa um að þessi flokkun eftir staðsetningu hesthúsa standist jafnræðisreglu stjórnarskrá lýðveldisins þar sem verið er að mismuna einstaklingum eftir því hvar þeir búa á landinu.

Ekkert hefur gerst í þessu réttlætismáli að hálfu þessara stjórnvalda sem bera ábyrgð á þessari mismunun þrátt fyrir loforð um lagfæringar.

Árið 2010 fól stjórn Landsambands hestamannafélaga lögfræðingi að kæra málið fyrir yfirfasteignamatsnefnd til að fá álit hennar á þessari flokkun.

Komst hún að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögunum væri þetta heimilt en tók ekki afstöðu til þess hvort þessi flokkun bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stríddi gegn markmiðum samkeppnislaga.
Í framhaldi af þessum úrskurði óskaði Reykjavíkurborg eftir því við Alþingi að það breytti lögunum um tekjustofna sveitarfélaga.

Leggur Reykjavíkurborg til að hestahús þaðan sem ekki er rekin atvinnustarfsemi verði flokkuð í a. flokk eins og t.d. íbúðar og frístundarhúsnæði.

Fagnar stjórn Landsambands hestamannafélaga þessu frumkvæði Reykjavíkurborgar til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga en er ósammála þeim texta sem Reykjavíkurborg leggur til þar sem hann felur í sér mismunun eftir því hvar menn búa á landinu.

Stjórn Landsambands hestamannafélaga leggur til og áréttar að öll hestahús hvar sem þau standa á landinu flokkist í a. flokk með m.a. íbúðar- og frístundahúsnæði.

Hestamannafélögin og LH eru aðilar að Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands og eru þar þriðja fjölmennasta sérsambandið með rúmlega tíu þúsund félagsmenn. Hestaíþróttamenn verða að byggja sín hús sjálfir og reka þau fyrir eigin reikning á meðan ríki og sveitarfélög byggja yfir flestar aðrar íþróttagreinar og niðurgreiða svo oft aðstöðu til þjálfunar og iðkunar þessara íþróttagreina.

Með þessum úrskurði yfirfasteignamatsnefndar sitja eigendur hestahúsa í þeim sveitarfélögum sem beita þessari túlkun á lögum um tekjustofna í þeirri óvæntu stöðu að sitja uppi með gjörbreyttar forsendur fyrir stundun sinnar íþróttar þar sem margir geta ekki, átt, leigt eða selt sín hesthús.

Þessa stöðu getur Landsamband hestamannafélaga ekki sætt sig við og skorar á Alþingi að tryggja stöðu hestaíþróttarinnar og breyta lögunum.

03.02.2012 16:26

Ís-landsmótið eftir mánuð



Árlegt gæðingamót á Svínavatni

Laugardaginn 3. mars nk. verður árlegt Ís-landsmót haldið á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu.

Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur.

Heimasíða mótsins er is-landsmot.is 

02.02.2012 11:03

Fjórir Þytsfélagar verða í KS deildinni í vetur

 Ísólfur og Kristófer

Mikil spenna var í Svaðastaðahöllinni í gærkveldi, þegar úrtaka fyrir KS-deildina fór fram. Keppt var um átta laus sæti, þar sem tveir keppendur höfðu afboðað þátttöku sýna í deildinni í vetur. 
    Frá Þyt fóru þrír keppendur og komust þau öll inn í deildina. Til hamingju með það, Ísólfur, Logi og Fanney. Í vetur verða því fjórir keppendur frá Þyt í deildinni en Tryggvi Björns er einn af keppendunum sem á nú þegar sæti í deildinni, svo gaman verður að fylgjast með.

Úrslit urðu þessi.

Fjórgangur
Knapi Hestur Eink
1. Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík 6,63
2. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahv 6,40
3. Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti 6,37
4. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri-Ey 6,33
5. Þorbjörn H Matthíasson Blakkur frá Bergstöðum 6,13
6. Arnar Bjarki Sigurðarson Kolfinna frá Sunnuhvoli 6,07
7. Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti 6,03
8. Þorsteinn Björnsson Leynir frá Hólum 6,00
9. Guðmundur Tryggvason Ás frá Skriðulandi 5,90
10.Viðar Bragason Björg frá Björgum 5,70
11.Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk 5,63
12.Þórarinn Ragnarsson Hrafnhetta frá Steinnesi 5,60
13.Hekla Katarína Kristinsdóttir Hrymur frá Skarði 5,57
14.Halldór Þorvaldsson Safír frá Barði 5,13
15.Þóranna Másdóttir Ræll frá Gauksmýri 4,93

Fimmgangur
Knapi Hestur Eink
1. Ísólfur Líndal Þórisson Kvaran frá Lækjamóti 6,60
2. Sveinn Brynjar Friðriksson Glaumur frá Varmalæk 6,33
3. Þórarinn Ragnarsson Mökkur frá Hólmahjáleigu 6,20
4. Viðar Bragason Sísi frá Björgum 6,17
5. Þorsteinn Björnsson Kylja frá Hólum 6,10
6. Hekla Katarína Kristinsdóttir Hringur frá Skarði 6,07
7. Baldvin Ari Guðlaugsson Jökull frá E-Rauðalæk 6,07
8. Þorbjörn H Matthíasson Gýgja frá L-Garði 6,07
9. Elvar Logi Friðriksson Návist frá Lækjamóti 5,87
10.Fanney Dögg Indriðadóttir Kasper frá Grafarkoti 5,53
11.Líney María Hjálmarsdóttir Ronía frá Íbishóli 5,23
12.Guðmundur Tryggvason Trú frá Árdal 5,20
13.Arnar Bjarki Sigurðarson Arnar frá Blesastöðum2A 5,03
14.Halldór Þorvaldsson Draupnir frá Dalsmynni 4,93
15.Þóranna Másdóttir Aska frá Dalbæ 4,13

Samanlagt
Knapi Eink
1. Ísólfur Líndal Þórisson 6,500
2. Baldvin Ari Guðlaugsson 6,202
3. Þorbjörn H Matthíasson 6,102
4. Þorsteinn Björnsson 6,050
5. Sveinn Brynjar Friðriksson 5,982
6. Elvar Logi Friðriksson 5,952
7. Fanney Dögg Indriðadóttir 5,948
8. Viðar Bragason 5,935

9. Líney María Hjálmarsdóttir 5,932
10. Þórarinn Ragnarsson 5,900
11. Hekla Katarína Kristinsdóttir 5,818
12. Guðmundur Tryggvason 5,550
13. Arnar Bjarki Sigurðarson 5,548
14. Halldór Þorvaldsson 5,032
15. Þóranna Másdóttir 4,532

02.02.2012 10:20

Hestadagar 2012



Hestadagar í Reykjavík
er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars - 1. apríl næstkomandi.                 

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í   reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 31. mars og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum.  Í ráðhúsi Reykjavíkur verður eitthvað hestatengt í boði allan daginn, söngur, fræðsla og gaman.   Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: "Ístölt - þeir allra sterkustu".

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni.  Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 1.apríl.  Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.

Endanleg dagskrá og nánari upplýsingar um Hestadaga í Reykjavík verður birt á næstu dögum inni á www.icelandichorsefestival.is

Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!

        

Flettingar í dag: 691
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 972376
Samtals gestir: 50822
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:23:18