Færslur: 2013 Febrúar

06.02.2013 23:36

80 keppendur skráðir til leiks


80 skráðir til leiks í fyrsta móti Húnvetnsku liðakeppninnar 2013, mótið byrjar kl. 17.30 á unglingaflokki.
3.flokkur
2.flokkur
1. flokkur
hlé 20 mín
b-úrslit 2.flokkur
b-úrslit 1. flokkur
a-úrslit unglingaflokkur 
hlé 10 mín
a-úrslit 3.flokkur
a-úrslit 2.flokkur
a-úrslit 1.flokkur 

Hér má sjá ráslista mótsins.

1. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Pálmi Geir Ríkharðsson Lykill frá Syðri-Völlum 2
1 V Þorsteinn Björnsson Reynir frá Flugumýri 3
2 H Ísólfur Líndal Þórisson Sögn frá Lækjamóti 3
2 H Sigvaldi Lárus Guðmundsson Lausn frá Hólum 3
3 H Einar Reynisson Sigurrós frá Syðri-Völlum 2
3 H Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum II 3
4 H Heiða Dís Fjeldsteð Atlas frá Tjörn 1
4 H James Bóas Faulkner Sómi frá Ragnheiðarstöðum 3
5 H Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 2
6 V Elvar Logi Friðriksson Krafla frá Hrísum 2 2
6 V Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík 1
7 V Sonja Líndal Þórisdóttir Kvaran frá Lækjamóti 3
7 V Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki 2
8 V Sæmundur Sæmundsson Völsungur frá Húsavík 1
8 V Ragnhildur Haraldsdóttir Börkur frá Brekkukoti 1
9 H Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 3
9 H Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti 2
10 V Magnús Ásgeir Elíasson Blæja frá frá Laugamýri 3
10 V Herdís Einarsdóttir Brúney frá Grafarkoti 2
11 V Þóranna Másdóttir Ganti frá Dalbæ 2
11 V Sonja Noack Gyðja frá Þingeyrum 2
12 V Þorsteinn Björnsson Króna frá Hólum 3
12 V Tryggvi Björnsson Magni frá Sauðanesi 1
    
2. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Greta Brimrún Karlsdóttir Nepja frá Efri-Fitjum 3
1 V Stella Guðrún Ellertsdóttir Djörf frá Sauðá 2
2 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Hroki frá Grafarkoti 2
2 V Halldór Pálsson Fleygur frá frá Súluvöllum ytri 2
3 H Magnús Ólafsson Dynur frá Sveinsstöðum 1
3 H Jónína Lilja Pálmadóttir Ásjóna frá Syðri-Völlum 2
4 V Þórður Pálsson Áfangi frá Sauðanesi 1
4 V Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 1
5 V Helga Rós Níelsdóttir Frægur frá Fremri-Fitjum 1
6 V Eydís Ósk Indriðadóttir Vídalín frá Grafarkoti 2
7 V Jóhannes Geir Gunnarsson Hula frá Efri-Fitjum 3
7 V Ingunn Reynisdóttir Svipur frá Syðri-Völlum 2
8 V Elín Magnea Björnsdóttir Stefnir frá Hofsstaðaseli 3
8 V Garðar Valur Gíslason Þór frá Stórhóli 3       
9 H Jóhann Albertsson Morgunroði frá Gauksmýri 2
9 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Gammur frá Steinnesi 1
10 H Ragnar Smári Helgason Vottur frá Grafarkoti 2
10 H Anna Lena Aldenhoff Kreppa frá Stórhóli 2
11 H Jónína Lilja Pálmadóttir Laufi frá Syðri-Völlum 2
11 H Sverrir Sigurðsson Dröfn frá Höfðabakka 1
12 H Magnús Ólafsson Huldar Geir frá Sveinsstöðum 1
13 V María Artsen Staka frá frá Steinnesi 1
13 V Halldór Pálsson Alvara frá frá Stórhóli 2
14 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Ekra frá Grafarkoti 2
14 V Stella Guðrún Ellertsdóttir Líf frá Sauðá 2
15 V Greta Brimrún Karlsdóttir Dropi frá Áslandi 3
15 V Elías Guðmundsson Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá 1
16 V Kati Summa Brúnkolla frá Bæ II 2
    
3. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Eydís Anna Kristófersdóttir Arfur frá Höfðabakka 1
1 H Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Konráð frá Syðri-Völlum 2
2 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi 1
2 H Sóley Elsa Magnúsdóttir Blær frá Sauðá 1
3 V Maríanna Eva Ragnarsdóttir Emma frá Stórhóli 3
3 V Hege Valand Sunna frá frá Goðdölum 1     
4 V Berglind Ýr Ingvarsdóttir Fjöður frá Feti 1  
4 V Gunnlaugur Agnar Sigurðsson Faktor frá Dalbæ 2
5 V Stine Kragh Lensa frá frá Grafarkoti 2
5 V Malin Person Vorrós frá Syðra-Kolugili 3
6 V Johanna Lena Therese Kaerrbran Stúdent frá Gauksmýri 2
6 V Tómas Örn Daníelsson Óratoría frá Grafarkoti 2        
7 V Auður Ósk Sigurþórsdóttir Brella frá Sólheimum 1
            
Unglingaflokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Atli Steinar Ingason Diðrik frá Grenstanga 1
1 V Hreinn Magnússon Næla frá frá Skúfslæk 3
2 H Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði 1
3 V Fríða Björg Jónsdóttir Skuggi frá Brekku, Fljótsdal 1
3 V Edda Felicia Agnarsdóttir Héðinn frá frá Dalbæ 2
4 V Hlynur Sævar Jónsson Bylur frá Sigríðarstöðum 1
4 V Kristín Björk Jónsdóttir Funi frá Leysingjastöðum II 3
5 V Hjördís Jónsdóttir Dynur frá Leysingjastöðum 3
5 V Birna Olivia Ödqvist Maríuerla frá Gauksmýri 2
6 V Fanndís Ósk Pálsdóttir Vænting frá Fremri-Fitjum 1
6 V Helga Rún Jóhannsdóttir Elfa frá Kommu 2
7 V Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti 2
7 V Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Þróttur frá Húsavík 3
8 V Atli Steinar Ingason Bíldur frá Dalsmynni 1
8 V Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá 1
9 V Gyða Helgadóttir Gnýr frá Reykjarhóli 2


 

 

Bæjarkeppnin, hér fyrir neðan má sjá liðin í bæjarkeppninni. Ef það eru fleiri lið að myndast, endilega hringið í Kollu í síma 863-7786 sem fyrst.

FLESK:

Vigdís Gunnarsdóttir 1.flokkur

Gréta B. Karlsdóttir 2.flokkur

Malin Person 3.flokkur

Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir unglingaflokki


Lindarberg

Ingólfur Pálmason 1. flokkur

Ragnar Smári Helgason 2. flokkur

Rúnar Guðmundsson 3. flokkur

Helga Rún Jóhannsdóttir unglingaflokki


Gauksmýri

James Bóas Faulkner 1. flokkur

Jóhann Albertsson 2. flokkur

Johanna Lena Kaerrbran 3. flokkur

Birna Olivia Ödqvist unglingaflokki


Höfðabakki 

Þóranna Másdóttir 1. flokkur

Sverrir Sigurðsson 2. flokkur

Eydís Anna Kristófersdóttir 3. flokkur

Edda Agnarsdóttir unglingaflokki


Kollsá 

Herdís Einarsdóttir  1. flokkur

Eydís Ósk Indriðadóttir 2. flokkur

Tómas Daníelsson 3. flokkur

Kristófer Smári Gunnarsson unglingaflokki


Syðri - vellir

Einar Reynisson 1. flokkur

Ingunn Reynisdóttir 2. flokkur

Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir 3. flokkur

Gyða Helgadóttir unglingaflokki


Grafarkot

Fanney Dögg Indriðadóttir 1. flokkur

Kati Summa 2. flokkur

Stine Kragh 3. flokkur

Eva Dögg Pálsdóttir unglingaflokkurLaxfoss

Líney María Hjálmarsdóttir 1. flokkur

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir 2. flokkur

Maríanna Eva Ragnarsdóttir 3. flokkur

Fríða Björg Jónsdóttir unglingaflokkurMótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

05.02.2013 12:25

Reiðmaðurinn

Endurmenntun LbhÍ mun nú fljótlega taka ákvörðun um hvar skuli bjóða uppá Reiðmanninn næstkomandi haust 2013. Reiðmaðurinn er vinsælt tveggja ára nám sem hægt er að taka með vinnu eða öðru námi og er metið til framhaldskólaeininga. Það skiptist í fjórar verklegar vinnuhelgar á önn, samveru í upphafi náms og einni bóklegri helgi á önn á Hvanneyri. Námið er fyrir einstaklinga sem hafa náð 16/17 ára aldri og unnið er með eigin hest!

Allar nánari upplýsingar um námið og kröfurnar má finna á heimasíðunni http://www.lbhi.is/pages/1698 (síða er tilheyrir Endurmenntun LbhÍ).

Námið er gjarnan boðið fram í samvinnu við hestamannafélög eða reiðhallir. Að jafnaði er hægt að fara af stað með námið séu 12-14 þátttakendur til staðar, reiðhöll og hesthúsaðstaða. Staðan er þó metin í hvert sinn miðað við fjölda áhugahópa, því ekki er farið af stað með marga nýja hópa á hverju ári, sem og aðgang, tíma og áhuga kennara.

Þeir sem hafa áhuga á að fá námið til sín og skoða möguleikana frekar eru beðnir að hafa samband við undirritaða verkefnastjóra námsins hjá Endurmenntun LbhÍ - asdish@lbhi.is eða í síma 433 5000. Undirrituð veitir einnig frekari upplýsingar ef spurningar vakna.

04.02.2013 12:29

Leiðsögn fyrir mót!

Þá er að bresta á fyrsta mót vetrarins í liðakeppninni smiley.  Ákveðið hefur verið, ef áhugi er fyrir hendi, að bjóða upp á stutta keppnis- leiðsögn fyrir mótið. Fer hún fram miðvikudagskvöldið 6. febrúar í Þytsheimum.   Leiðbeinandi verður Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari.  Hver og einn fær 20 mínútna einkakennslu þar sem Ísólfur fer yfir prógrammið með viðkomandi og leiðbeinir um hvað betur mætti fara.  Skiptið kostar 3.000 kr. 

Skráning er hjá Maríönnu í síma 896 3130 og Öldu í síma 847 8842.  Síðasti skráningardagur er þriðjudagskvöldið 5.febrúar. 

 

Fræðslunefnd Þyts

03.02.2013 20:18

Húnvetnska liðakeppnin - fjórgangur 08.02


Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður föstudaginn nk, 8. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 5. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1996 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni. Skráningu í bæjarkeppnina þarf einnig að senda inn fyrir mót, fram þarf að koma nafn á liði, og meðlimir liðsins á fyrsta móti. Skráningargjald er 3.000 fyrir öll mótin.

Stutt lýsing á bæjarkeppninni: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (lið 1, 2 og 3). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þessi nýjung er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta sig saman.Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

02.02.2013 19:41

Úrslits Tjarnartöltsins á Gauksmýri

 

 

Skemmtilegu ísmóti lokið á Gauksmýrartjörn. Veðrið var frábært, spegilsléttur ís og gaman að sjá hversu margir komu að keppa. Helga Rún var eini unglingurinn sem mætti að keppa og fór hún því í 2. flokk og stóð sig vel að vanda.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Tölt 1. flokkur:


 Fanney og Grettir frá Grafarkoti
 

1. Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti eink 8,16 (fork. 7,67)

2. Ísólfur L Þórisson og Vaðall frá Akranesi eink. 8,00 (fork. 7,83)

3. Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti eink. 7,33 (fork. 7,16)

4. Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum eink. 7,16 (fork. 8)

5. Sverrir Sigurðsson og Dröfn frá Höfðabakk eink. 5,66 (fork. 7,33)

 

Tölt 2. flokkur:

 

1. Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti eink. 7,16 (fork. 6,67)

2. Jóhann Albertsson og Morgunroði frá Gauksmýri eink. 7,00 (fork. 6,83)

3. Anna - Lena Aldenhoff og Kreppa frá Stóhól eink. 5,83 (fork. 6,83)

4. Guðný Helga Björnsdóttir og Elfa frá Kommu eink. 5,67 (fork. 6,5)

5. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Líf frá Sauðá eink. 4,5 (fork. 5,67)


Kóði frá Grafarkoti og Ragnar Smári Helgason

Unghrossaflokkur ( 4 og 5 vetra hross) (riðið frjálst)

 

1. Krossgáta frá Grafarkoti. M. Trú frá Grafarkoti. F. Þristur frá Feti. Knapi: Kolbrún Stella Indriðadóttir

2. Mynd frá Bessastöðum. M. Vilma frá Akureyri. F. Andvari frá Ey. Knapi: Jóhann B Magnússon

3. Katla frá Hrísum 2. M. Glóey frá Gröf. F. Hófur frá Varmalæk. Knapi: Elvar Logi Friðriksson

4. Kvörn frá Hrísum 2. M. Alin frá Grafarkoti. F. Geisli frá Sælukoti. Knapi: Fanney Dögg Indriðadóttir

5 - 6. Glufa frá Grafarkoti. M. Glæta frá Grafarkoti. F. Grettir frá Grafarkoti. Knapi: Herdís Einarsdóttir

5 - 6. Sálmur frá Gauksmýri. M. Svikamylla frá Gauksmýri. F. Borði frá Fellskoti. Knapi: Jóhann Albertsson

Krossgáta frá Grafarkoti og Kolbrún Stella Indriðadóttir

 

Komnar myndir inn á heimasíðuna og koma fleiri næstu daga.

 

Hestamannafélagið Þytur og Sveitasetrið Gauksmýri

01.02.2013 23:36

Ísmót á Gauksmýri

Dagskrá Tjarnartöltins á morgun, mótið hefst klukkan 13.30, úrslit í hverjum flokki verða strax eftir hverja grein. Prógrammið í tölti er ein ferð fram og til baka á hægu tölti, ein ferð fram og til baka hraðabreytingar og að lokum ein ferð fram og til baka hratt tölt. Unghrossakeppnin eru 2 ferðir fram og til baka frjáls reið.

Tölt barna og unglingaflokkur

Tölt 2. flokkur

Tölt 1. flokkur

Unghrossaflokkur

 

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.


Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.


Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

 

 

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 578
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 3882952
Samtals gestir: 470527
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 01:29:15