05.01.2012 20:28

ÞRETTÁNDAGLEÐI ÞYTS OG GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA 2012

 

 
Verður haldin föstudaginn 6.janúar 2012.

Farið verður frá Grunnskólanum á Hvammstanga kl:16:30.

Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og  jólasveinum leiða gönguna frá Grunnskólanum, farið verður hjá sjúkrahúsinu,Nestúni og að reiðhöllinni Þytsheimum.

Í Þytsheimum munu jólasveinar,Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak. Einnig verður boðið upp á söng frá kór Grunnskólans ásamt fleirum og mun Pálína sjá um undirspil.

Boðið verður upp á kaffi, kakó og meðlæti.

Ágætu íbúar. Vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan á gleðinni stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum

Vonumst til að sjá sem flesta og eigum góða stund saman.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts og Grunnskóli Húnaþings vestra.

 Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu félagsins sem er  http://thytur.123.is

Flettingar í dag: 1367
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 980613
Samtals gestir: 51064
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 21:14:43