29.01.2026 18:49

Hrímnir og Þytur

Fatamátun og hnakkafræðsla á fimmtudaginn Þytur og Hrímnir bjóða hagstæð verð á fatnaði fyrir alla ! Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Þyt. Miðvikudaginn. febrúar  
bjóðum við upp á mátunardag í félagsheimilinu frá kl. 17 til 19, en þá koma fulltrúar Hrímnis með allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta stærð. Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming við pöntun og restina við afhendingu í maí. Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan fatnað á sérkjörum. Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk ;-) Að fatamátun lokinni verður boðið uppá súpu / snarl og mun Rúnar frá Hrímni vera með áhugavert fræðsluerindi um hnakka og legu hnakksins með tilliti til byggingu hestsins. Að lokinni fræðslunni verður boðið uppá hnakkamátun í reiðhöllinni og gefst tækifæri til að koma með hesta og fá mælingu á hvaða hnakkurinn hentar best.

26.01.2026 10:06

Reiðnámskeiðin byrjuð.

 

Það er búið að vera mikið að gera um helgina hjá hestamannafélaginu Þyt. Á laugardaginn var haldið vel heppnað gæðingatölt, skráning var góð og margar mjög flottar sýningar ? Á sunnudaginn var síðan fyrsti námskeiðsdagur hjá börnum og unglingum. 35 börn eru skráð á námskeið og óhætt er að segja að það hafi verið mikið líf og fjör í reiðhöllinni um helgina. Um reiðkennsluna sjá þær Fanney, Jessie og Sonja.

 

Kennt er alla næstu sunnudaga og er höllin upptekin frá 10.00 - 13.15:

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 10.00 - 10.30 Hópur 1

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 10.30 - 11.00 Hópur 2 

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 11.00 - 11.30 - Hópur 3

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 11.30 - 12.00 Hópur 4

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 12.00 - 12.30 Hópur 5

Sunnudagur - Reiðkennsla kl. 12.30 - 13.15 Hópur 6

 

 
                                                                                                                                                                 
 

25.01.2026 03:35

Niðurstöður Gæðingatöltsins

                                                                                                              
 

Gæðingatöltið var skemmtilegt mót með frábærum hrossum og knöpum. Sérstaklega gaman að sjá hvað mættu margir pollar til leiks. 

 

Hér eru úrslit dagsins.

1. flokkur

A úrslit

1 Evíta frá Laugarhvammi Elvar Logi Friðriksson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,81

2 Tinna frá Stað Eva Dögg Pálsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,61

3 Dögun frá Egilsstaðatjörn Jessie Huijbers Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,60

4 Grein frá Sveinatungu Sonja Líndal Þórisdóttir *Þytur 8,57

5 Stoð frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Þytur 8,50

 

Forkeppni

SætiHrossKnapiLiturAðildarfélag eigandaEinkunn

1-2 Dögun frá Egilsstaðatjörn Jessie Huijbers Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,62

1-2 Grein frá Sveinatungu Elvar Logi Friðriksson Þytur 8,62

3 Tinna frá Stað Eva Dögg Pálsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,55

4 Evíta frá Laugarhvammi Elvar Logi Friðriksson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,54

5 Stoð frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Þytur 8,49

6 Nóva frá Lækjamóti Sonja Líndal Þórisdóttir Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,44

7 Eldrós frá Gröf I Hörður Óli SæmundarsonBrúnn/milli-einlitt Þytur 8,43

8 Álfamær frá Hellnafelli Kolbrún Grétarsdóttir Þytur 8,38

9 Lyfting frá Höfðabakka Margrét Jóna ÞrastardóttirBrúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,30

10 Vinur frá EyriKolbrún Grétarsdóttir Bleikur/fífil-blesótt Þytur 8,24

11 Draumstjarna frá Vængsstöðum Alexander Uekötter Brúnn/milli-stjörnótt Neisti 8,21

 

2.flokkur

A úrslit

SætiHrossKnapiLiturAðildarfélag eigandaEinkunn

1 Brimdís frá Efri-Fitjum Greta Brimrún Karlsdóttir Bleikur/fífil-einlitt Þytur 8,61

2 Garún frá Grafarkoti Kolbrún Stella Indriðadóttir Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,57

3 Dimmir frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,45

4 Kraftur frá Hellnafelli Jóhann Albertsson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,44

5 Draumur frá Hvammstanga Eva-Lena Lohi Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,39

B úrslit

SætiHrossKnapiLiturAðildarfélag eigandaEinkunn

6 Kormákur frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,43

7-8 Lukku-Láki frá Sauðá Stella Guðrún Ellertsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,36

7-8 Erpur frá Syðra-Kolugili Malin Person Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,36

9-10 Kilja frá Grafarkoti Ragnar Smári Helgason Rauður/milli-blesótt Þytur 8,32

9-10 Ólga frá Blönduósi Guðmundur Sigfússon Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,32

Forkeppni

SætiHrossKnapiLiturAðildarfélag eigandaEinkunn

1 Garún frá Grafarkoti Kolbrún Stella Indriðadóttir Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,54

2 Brimdís frá Efri-Fitjum Greta Brimrún Karlsdóttir Bleikur/fífil-einlitt Þytur 8,46

3 Kraftur frá Hellnafelli Jóhann Albertsson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,43

4 Dimmir frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,40

5 Draumur frá Hvammstanga Eva-Lena Lohi Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,39

6 Ólga frá Blönduósi Guðmundur Sigfússon Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,38

7 Erpur frá Syðra-Kolugili Malin Person Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,37

8 Kilja frá Grafarkoti Ragnar Smári Helgason Rauður/milli-blesótt Þytur 8,36

9 Kormákur frá Stóru-Ásgeirsá Magnús Ásgeir Elíasson Rauður/milli-einlitt Þytur 8,34

10 Lukku-Láki frá Sauðá Stella Guðrún Ellertsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,33

11 Þekking frá Bessastöðum Guðný Helga Björnsdóttir Þytur 8,31

12 Marel frá Hvammstanga Fríða Marý Halldórsdóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,30

13 Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,29

14 Bambaló frá Sauðá Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,28

15 Stjörnuglóð frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 8,25

16-17 Mynta frá Dvergasteinum Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,21

16-17 Ísey frá Kolugili Gerður Rósa Sigurðardóttir Rauður/milli-blesa auk leista eða sokka Þytur 8,21

18 Sinfónía frá Blönduósi Karen Ósk Guðmundsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,16

19 Höfði frá Höfðabakka Óskar Einar Hallgrímsson Rauður/bleik-stjörnótt Þytur 8,14

 

3. flokkur

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Sigrún Eva Þórisdóttir Sending frá Hvoli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,32

2 Kristín Guðmundóttir Auður frá Dalsmynni Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,31

3-4 Svava Rán Björnsdóttir Vikivaki frá Heimahaga Rauður/milli-blesótt Þytur 8,20

3-4 Pálína Arinbjarnard. Hofmann Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 8,20

5 Þorbjörg Vigdís Guðmundsdóttir List frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,11

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Sigrún Eva Þórisdóttir Sending frá Hvoli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,25

2 Kristín Guðmundóttir Auður frá Dalsmynni Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,24

3 Pálína Arinbjarnard. Hofmann Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 8,16

4 Þorbjörg Vigdís Guðmundsdóttir List frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,12

5 Svava Rán Björnsdóttir Vikivaki frá Heimahaga Rauður/milli-blesótt Þytur 8,10

6 Kerstin Laila Kette Geisli frá Breiðabólsstað Rauður/milli-skjótt Þytur 8,06

7 Þorgeir Jóhannesson Nóadís frá Áslandi Rauður/milli-blesóttglófext Þytur 7,99

 

Unglingaflokkur

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Steinvör frá Lönguhlíð Þytur 8,55

2 Ayanna Manúela Alves Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,24

3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Sædögg frá Múla Rauður/milli-skjótt Þytur 8,21

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Steinvör frá Lönguhlíð Þytur 8,44

2 Ayanna Manúela Alves Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,16

3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Sædögg frá Múla Rauður/milli-skjótt Þytur 8,15

 

Barnaflokkur

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Gígja Kristín Harðardóttir Sigursæll frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,47

2 Ýmir Andri Elvarsson Austri frá Litlu-Brekku Rauður/milli-einlittglófext Þytur 8,32

3 Sigríður Emma Magnúsdóttir Von frá Bjarnanesi Rauður/sót-einlitt Þytur 8,26

4 Íris Birta Kristjánsdóttir Sproti frá Kolugili Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 8,16

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Gígja Kristín Harðardóttir Sigursæll frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,40

2 Ýmir Andri Elvarsson Austri frá Litlu-Brekku Rauður/milli-einlittglófext Þytur 8,31

3 Íris Birta Kristjánsdóttir Sproti frá Kolugili Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 8,21

4 Sigríður Emma Magnúsdóttir Von frá Bjarnanesi Rauður/sót-einlitt Þytur 8,06

 

Pollarnir voru hvorki meira né minna en 14,  þeim var skipt upp í polla sem riðu sjálfir og aðrir sem voru teymdir. En þeir pollar sem mættu í dag voru Dagbjört Ósk Ásgeirsdóttir og Sinfónía frá Blönduósi, Emil Jóhann Ásgeirsson og Stika frá Blönduósi, Halldóra Friðriksdóttir Líndal og Niður frá Lækjarmóti, Helga Mist Magnúsdóttir og Birtingur frá Stóru Ásgeirsá, Hrafney Vala Kristjánsdóttir og Sproti frá Kolugili, Júlía Jökla Kristjánsdóttir og Marel frá Hvammstanga, Margrét Þóra Friðriksd. Líndal og Frár frá Lækjarmóti, Níels Skúli Helguson og Djásn frá Fremri Fitjum, Reynir Darri og Djarfur frá Reykjum, Sólon Helgi Ragnarsson og Griffla frá Grafarkoti, Sólveig Gyða Jóhannesdóttir og Valva frá Efri – Fitjum, Stefán Harðarson og Sigursæll frá Hellnafelli, Viktoría Jóhannesdóttir Kragh og Prins frá Þorkelshóli,  Þórhildur Þormóðsdóttir og Kolla frá Hellnafelli.

 

Næsta mót verður haldið föstudaginn 13. febrúar og keppt verður í fjórgangi V2, V5 og þrígangi í barnaflokki.

23.01.2026 07:52

Dagskrá Gæðingatöltsins

Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts - Gæðingatölt
Mótið hefst kl. 11.00 

Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi, eftir forkeppni verður 5 mínútna pása fyrir úrslit:

3. flokkur forkeppni og úrslit
börn forkeppni og úrslit
Pollar
Hlé
unglingar forkeppni og úrslit
2.flokkur forkeppni 
2. flokkur - B úrslit
1.flokkur forkeppni og úrslit
2. flokkur - A úrslit

 

Ráslistar eru komnir inn á Horseday appið en eftirfarandi pollar eru skráðir til leiks. Dagbjört Ósk Ásgeirsdóttir og Sinfónía frá Blönduósi, Halldóra Friðriksdóttir Líndal og Niður frá Lækjarmóti, Helga Mist Magnúsdóttir og Birtingur frá Stóru Ásgeirsá, Júlía Jökla Kristjánsdóttir og Marel frá Hvammstanga, Margrét Þóra Friðriksd. Líndal og Frár frá Lækjarmóti, Níels Skúli Helguson og Djásn frá Fremri Fitjum, Sólon Helgi Ragnarsson og Griffla frá Grafarkoti, Sólveig Gyða Jóhannesdóttir og Valva frá Efri – Fitjum, Þórhildur Þormóðsdóttir og Kolla frá Hellnafelli.

14.01.2026 11:45

Fyrsta mót - gæðingatölt

                                                                                           
 

Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 24. janúar nk kl. 11.00 í Þytsheimum á Hvammstanga. Það þarf að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 21. janúar. Skráning fer fram í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í gæðingatölti í öllum flokkum. Pollar geta skráð sig til leiks, ef það eru margir pollar munum við skipta þeim upp í 2 hópa, þeir sem geta riðið sjálfir og hinn sem er teymt undir. 

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Keppt verður í  1. flokki, 2. flokki, 3. flokki,  unglingaflokki og í barnaflokki  Þeir sem skrá sig í 3 flokk, skrá sig í gæðingatölt ungmennaflokkur.

Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Ráslistar munu birtast í Horseday appinu.

Næsta mót verður haldið föstudaginn 13. febrúar og verður keppt í V2, V5 og þrígangi í barnaflokki

22.12.2025 23:11

Reiðkennsla

Veturinn 2026 ætlum við að bjóða upp á reiðkennslu fyrir börn að 16 ára aldri.

Stefnan er að hafa 4 hópa og skiptast þeir ca svona;

Hópur 1 eru krakkar sem er teymt undir

Hópur 2 eru krakkar sem eru að byrja að æfa sig að ríða sjálf

Hópur 3 eru krakkar sem eru farnir að æfa gangtegundir

Hópur 4 eru mikið vanir krakkar.

 

Stefnt er á að kenna á þriðjudögum/miðvikudögum og sunnudögum, og ætlum við að reyna að ná 10 skiptum á allavegana hópa 2,3, og 4. Tímasetningar koma nánar síðar, en stefna reiðhallar er að æskulýðsstarfi sé lokið kl 17.

Kennarar verða Sonja Líndal, Jessie Huijbers og Fanney Dögg.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Sonju Líndal á messenger eða netfanginu sonjalindal@gmail.com

Foreldrar skrái börnin í þann hóp sem það metur henta sínu barni.

 

Eins er ennþá pláss í félagshesthúsi, þannig að ef einhverjum vantar hesta eða langar að geta tekið þátt í starfinu þá endilega hafið samband við Ingu á kolugil@gmail.com eða á messenger.

 

13.12.2025 10:12

Áætlað er að halda námskeið með Finnboga Bjarnasyni 10-11 janúar.

 

 

10.12.2025 10:43

Þytsheimar - ný hurð

 

Taka 2, það er komin ný hurð á Þytsheima svo vonandi mun búnaðurinn okkar virka í vetur. Þessi búnaður er fyrir korthafa til að komast inn í reiðhöllina. Sækja þarf app sem heitir Ajax Security System og korthafar þurfa að senda Ragnari Smára tölvupóstfangið sitt til að fá boð inn í appið sem nýr notandi. Senda má netfangið til Ragga á ragnarhelgason@gmail.com eða á messenger. Frekari upplýsingar hjá Dóra í síma 894-7440.

Einnig voru pantaðir nokkrir lyklar fyrir þá sem treysta sér ekki til að nota appið en lykillinn kostar 5.000 á ári.

Stefnt er að því að byrja strax að nota búnaðinn og því tími núna fyrir korthafa að sækja appið og fá invite. Þeir sem voru búnir að senda netfangið sitt þurfa þess ekki aftur en bara láta Ragga vita ef þeir ætla að kaupa kort og hann virkjar aðganginn. 

19.11.2025 21:50

Uppskeruhátíð frestað

Vegna dræmrar þáttöku á uppskeruhátíð, höfum við ákveðið að sleppa henni í ár, en ætlum að halda veglega aðalfundi hjá okkar félögum í staðinn og veita verðlaun þar fyrir þetta ár. 

Jafnframt höfum við rætt við stjórnir sauðfjárbænda og nautgripabænda og við stefnum á að  halda sameiginlega hátíð að ári. 

Bestu kveðjur formenn ;)

 

14.11.2025 07:54

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin á Hótel Laugarbakka, laugardaginn 22 nóvember. 

Húsið opnar kl 19.30 en borðhald hefst kl. 20.

 

3ja rétta kvöldverður 

Forréttir verða:

Klassískur rækjukokteill

Villisveppasúpa með portvínsrjóma

Forréttir eru bornir á borð og hægt að velja á milli þessa 2ja forrétta

Aðalréttir - Fyriskurður í sal, hlaðborð

Lambalæri- kalkúnabringa og meðllæti

einnig í boði vegan valkostur

Eftirréttir verða bornir fram á hlaðborði.

 

Miðaverð er 9900 og panta þarf miða á thytur1@gmail.com

Vonum að flestir sjái sér fært að mæta og eiga með okkur góða kvöldstund.

31.10.2025 16:40

Keppnisárangur

Stjórn kallar eftir keppnisárangri ársins hjá knöpum í félaginu. Endilega sendið á kolugil@gmail.com  fyrir 10 nóvember.

Kv Inga

25.10.2025 14:25

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hestamannafelagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-hún verður haldin 22 nóvember á Hótel Laugabakka. Verð á manninn er 9.900

Endilega takið kvöldið frá og eigum góða stund saman.

Tími og nánari upplýsingar koma síðar en það verður tilboð á gistingu á hótelinu sem flott væri að fólk myndi láta vita hér ef það hefur áhuga á að nýta það.

Einstaklingsherbergi kr. 21000
Tveggja manna herbergi kr. 28000

Morgunverðarhlaðborð og aðgangur að heitum pottum er 

innifalið í verði

 

 

14.10.2025 08:39

Fundur fyrir þá sem ætla á frumtamningarnámskeið.

 

Fundur 15. október kl. 18 þar sem hægt verður hægt að plana tímasetningu.

Fundurinn verður haldinn í Þytshúsinu við völlinn.

 

Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is

06.10.2025 08:06

Frumtamninganámskeið 2025 með Þóri Ísólfssyni

?? Frumtamninganámskeið 2025 með Þóri Ísólfssyni

?? ?? Námskeiðið hefst 15. október kl. 18 með bóklegum tíma og þá verður hægt að plana tímasetningu

?? Verkleg kennsla verður 2x í viku, byrjar vikuna 20.–26. október og endar vikuna 24.–30. nóvember

? Litlir hópar – aðeins 4 þátttakendur

? Verklegir tímar 40–45 mínútur

? Æskilegur aldur hests: á 4. eða 5. vetri

?? 1 bóklegur tími

?? 12 verklegir tímar

Verð: 65.000 kr. fyrir þátttakanda

 

Nokkur pláss laust ennþá

Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is

30.09.2025 17:05

Hestafimleikanámskeið fyrir fullorðna

 

Það er aldrei of seint að byrja í fimleikum.

Námskeið fyrir fullorðna verður haldið laugardaginn 4.okt og 11. okt kl 13.30-14.30 í íþrottahúsinu á Hvammstanga. Þetta verða 60 mínútna léttar og skemmtilegar æfingar sem ALLIR geta gert. Markmiðið okkar er að finna eitthvað fyrir hvern og einn sem er bæði heilsubætandi og sjálfstrausteflandi. Okkur langar að þessi tími bjóði uppá að prófa eitthvað nýtt, skemmta sér og líða betur á eftir! Hugmyndin er sú að hafa þessa 2 tíma í okt. í salnum og svo 2 tíma í nóvember í reiðhöllinni.

Námskeiðið er á vegum Þyts og kostar 8.000 kr fyrir félagsmenn. Skráning hjá Kathrin Schmitt eða hér. ??

Við bætum kannski við aukatímum ef fólk vill koma seinna inn.

Flettingar í dag: 1387
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 4768
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 2690811
Samtals gestir: 95734
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 22:34:56