Færslur: 2010 Mars

08.03.2010 19:40

Karlareið á Svínavatni

Næstkomandi laugardag verður karlareið á Svínavatni. Farið verður af stað kl. 14.00. Safnast verður saman norðan við Svínavatn og riðið úr "Bótinni" og haldið suður vatnið að Stekkjardal undir traustri fararstjórn. Alls eru þetta c.a 8 km. Að ferð lokinni verður grillað í Reiðhöllinni Arnargerði við Blönduós. Gjald er kr. 3.500 pr mann og skal tilkynna þátttöku fyrir miðnætti 10.mars til einhvers eftirtalinna.

Jóns Kr. Sigmarssonar             sími 898 9402
Guðmundar Sigfússonar           sími 892 6674
Páls Þórðarsonar                      sími 848 4284
 

Í fögru veðri laugardaginn 21. mars á síðasta ári reið hópur hestamanna endilangt Svínavatn. Í upphafi ferðar fór fyrrum garðprófastur, Magnús í Steinnesi með ferðabæn sbr mynd og í heild var feðin frábær.  Ísinn mjög góður og á miðju vatni beið hressing fyrir hestana, sem þeir gerðu góð skil. Þá undir kirkju á Svínavatni var komið lyfti Ægir fararstjóri fleig og þakkaði góða ferð.
 

Svínavatnið er talið um 12 km langt og þrátt fyrir hláku dagana fyrir þessa ferð var varla nokkurs staðar vatn á ísnum og hann mjög traustur.Rétt í byrjun ferðar virtust hestar óöruggir og jafnvel sumir knapar einnig, en mönnum og hestum óx ásmegin eftir því sem lengra út á vatnið kom.
 

Sammála voru menn að ferðin hafi verið frábær og mikill áhugi að endurtaka leikinn síðar. Svínavatnið er mikil vannýtt auðlynd, sem stendur vonandi til bóta.  Það hefur sannað sig sem einn frábærasti mótsstaður fyrir ísmót og enginn vafi er að fjölmargir almennir hestamann gætu haft hug á að koma með í skipulagða ferð um vatnið.

 

Myndirnar tók Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.
 

       

08.03.2010 12:26

Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttum

HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar
voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar
hafa verið.   Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda.
Hjálagt fylgja helstu breytingarnar - en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran
af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál - íþróttadómarar og kynna sér hann.  


Í skeiði inná hringvelli er meiri munur  í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett. Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli.  Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn. Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina.  Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju. Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5. Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar

Gæðingaskeið: "HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN 
ER SETTUR Á STÖKK - HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5"

Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: pjetur@pon.is

Með bestu kveðjum
Stjórn HÍDÍ

07.03.2010 10:15

Ráslisti Grunnskólamótsins

Fegurðarreið 1.-3. bekkur
Knapi skóli bekkur hestur aldur litur hönd holl einkunn úrslit
Guðmunda Góa Haraldsdóttir Árs 3.b Röðull frá Yzta-Mói 14.v rauðblesóttur   1    
Hólmar Björn Birgisson Aus 3.b Tangó frá Reykjum 8.v rauðblesóttur v 1    
Lilja María Suska Hauksdóttir Hún 3.b Ljúfur frá Hvammi ll 7.v dökkjarpur v 1    
Lara Margrét Jónsdóttir Hún 3.b Varpa frá Hofi 13.v brún h 2    
Guðný Rúna Vésteinsdóttir Var 2.b Blesi frá Litlu-Tungu ll 9.v rauðblesóttur h 2    
Jódís Helga Káradóttir Var 2.b Pókemon frá Fagranesi 10.v brúnn h 2
Magnús Eyþór Magnússon Árs 2.b Katla frá Íbishóli 14.v brún v 3    
Ásdís Freyja Grímsdóttir Hún 2.b Pjakkur frá Efri-Mýrum 17.v brúnn v 3    
Jón Hjálmar Ingimarsson Var 1.b Gola frá Flugumýri 11.v brúnn v 3    
Þrígangur 4.-7. bekkur
Knapi skóli bekkur hestur aldur litur hönd holl einkunn úrslit
Sigurður Bjarni Aadengard Blö 5.b Óviss frá Reykjum 18.v rauð h  1    
Hreinn Magnússon Hún 5.b Prúð frá Leysingjastöðum 10.v sótrauð stjörnótt h  1    
Eva Dögg Pálsdóttir Hvt 6.b Broncó frá Hvoli 14.v móálóttur v 2    
Anna Baldvina Vagnsdóttir Var 6.b Niflungur 12.v brúnn v 2    
Karitas Aradóttir Hvt 4.b Elegant frá Austvaðsholti 1 9.v rauður v 3    
Rakel Eir Ingimarsdóttir Var 5.b Flæsa frá Fjalli 6.v jarpblesótt v  3    
Hinrik Pétur Helgason Árs 7.b Hringur 6.v rauðblesóttur v 4    
Friða Isabell Friðriksdóttir Árs 6.b Gormur frá Ytra-Löngumýri 18.v brúnn sokkóttur v 4    
                   
Ásdís Ósk Elvarsdóttir Var 6.b Hafþór frá Syðra-Skörðugili 8.v bleikálóttur h 5    
Arndís Sif Arnarsdóttir Hvt 5.b Álfur frá Grafarkoti 9.v brúnn h 5    
Jóhanna Skagfjörð Blö 5.b Stígandi 21.v mósóttur h 6    
Ásdís Brynja Jónsdóttir Hún 5.b Ör frá Hvammi 7.v rauð h 6    
Sólrún Tinna Grímsdóttir Hún 4.b Gyðja frá Reykjum 6.v jörp h 7    
Freyja Sól Bessadóttir Var 4.b Blesi frá Litlu- Tungu ll  9.v rauðblesóttur h 7    
Kristófer Már Tryggvason Blö 6.b Gammur frá Steinnesi 13.v brún skjóttur v 8    
Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir Hún 5.b Galdur frá Gilá 19.v bleikálóttur v 8    
Viktoría Eik Elvarsdóttir Var 5.b Smáralind frá Syðra-Skörðugili 9.v brún v 9    
Helgi Fannar Gestson Var 5.b Spá frá Blönduósi 7.v rauðblesóttur v 9    
Lilja Karen Kjartansdóttir Hvt 7.b Fía frá Hólabaki 14.v jörp h 10    
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir Var 7.b Glymur frá Hofsstaðarseli 6.v vindskjóttur h 10    
Sigurður Bjarni Aadengard Blö 5.b Prinsessa frá Blönduósi 7.v leirljós v 11    
Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Hvt 5.b Auður frá Grafarkoti 10.v rauður v 11    
Jón Ægir Skagfjörð Blö 6.b Perla 8.v brún v 12    
Eva Dögg Pálsdóttir Hvt 6.b Ljómi frá Reykjarhóli 10.v rauður glófextur v 12    
Karitas Aradóttir Hvt 4.b Þokki frá Hvoli 14.v mósóttur v 13    
Guðmar Freyr Magnússon Árs 4.b Frami frá Íbishóli 13.v rauðstjörnóttur v 13    
Fjórgangur 8.-10.bekkur
Knapi skóli bekkur hestur aldur litur hönd holl einkunn úrsl
Haukur Marian Suska Haukss Hún 8.b Leggur frá Kanastöðum 7.v jarpur h  1    
Róbert Arnar Sigurðsson Hvt 9.b Katla frá Fremri-Fitjum 10.v móálótt h 1    
Sara María Ásgeirsdóttir Var 9.b Ófeigur frá Tunguhlíð 15.v rauðblesóttur v 2
Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt 10.b Sómi frá Böðvarshólum 7.v jarpur v 2    
Jóhannes Geir Gunnarsson Hvt 10.b Þróttur frá Húsavík 14.v rauður h 3  
Elínborg Bessadóttir Var 10.b Viðja frá Hofsstaðarseli 7.v jarpstjörnótt h 3    
Fanndís Ósk Pálsdóttir Hvt 8.b Elegant frá Austvaðsholti 1 9.v rauður v 4
Hanna Ægisdóttir Hún 8.b Skeifa frá Stekkjardal 9.v brúnstjörnótt v 4    
Kristófer Smári Gunnarsson Hvt 8.b Djákni frá Höfðabakka 12.v brúnn v 5    
Helga Rún Jóhannsdóttir Hvt 8.b Heron frá Seljabrekku 7.v brúnn v 6
Gunnar Freyr Gestson Var 8.b Flokkur frá Borgarhóli 8.v rauður v 6    
Rakel Ósk Ólafsdóttir Hvt 8.b Rós frá Grafarkoti 9.v rauð tvístjörnótt v 7
Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir Var 8.b Bjálki frá Hjalla 15.v rauðblesóttur v 7    
Friðrún Fanný Hún 8.b Fantur frá Bergstöðum 11.v rauður h 8
Haukur Marian Suska Haukss Hún 8.b Laufi frá Röðli 8.v rauðstjörnóttur h 8    
Jón Helgi Sigurgeirsson Var 9.b Bjarmi frá Enni 8.v  leirljósblesó sokkóttur v 9    
Katrína Ingimarsdóttir Var 9.b Lómur frá Flugumýri 8.v móálóttur v 9    
Eydís Anna Kristófersdóttir Hvt 9.b Viður frá Syðri-Reykjum 8.v bleikáólóttur h 10
Hákon Ari Grímsson Hún 8.b Gyðja frá Reykjum 6.v jörp h 10    
Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir Var 9.b Moli frá Borgarhóli 8.v brúnn v 11
Stefán Logi Grímsson Hún 10.b Nökkvi frá Reykjum 6.v brúnn v 11    
                   
Bryndís Rún Baldursdóttir Árs 9.b Aron frá Eystri-Hól 12.v grár h 12    
Skeið 8.-10. bekkur
Knapi skóli bekkur hestur aldur litur timi 1 timi 2 úrslit
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs 10.b Gneysti frá Yzta-Mói   17.v  móbrúnn        
Elínborg Bessadóttir Var 10.b Stína frá Bakka 14.v brún
Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt 10.b Stígur frá Efri-Þverá  11.v brúnn        
Stefán Logi Grímsson  Hún 10.b Skrámur frá Steinnesi  11.v brúnn        
Jón Helgi Sigurgeirsson Var 9.b Náttar frá Reykjavík 17.v brúnn        
Sara María Ásgeisdóttir Var 9.b Jarpblesa frá Djúpadal 10.v jarpblesótt        
Kristófer Smári Gunnarsson Hvt 8.b Kofri frá Efri-Þverá 7.v rauðblesóttur        
Fanndís Ósk Pálsdóttir Hvt 8.b Moli frá Miðgrund 10.v jarpur        
Gunnar Freyr Gestsson Var 8.b Sveipur frá Borgarhóli 8.v rauðblesóttur        
Haukur Marian Suska Hauksson Hún 8.b Gletta frá Hofsstöðum 7.v gráskjótt        

06.03.2010 19:36

Ís-landsmótið úrslit

Það var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land.  Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði  verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim    fresta mótinu, eða fella það niður,  enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum.

Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá       keppendum.  Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim.  Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn  og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt.  Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok

Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn  5. mars 2011.


Úrslit urðu þessi: 

B-flokkur

1. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi   8,53 / 8,73

2. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum  8,51 / 8,44

3. Elvar Einarsson og Stimpill frá Vatni  8,44 / 8,46  Tryggvi knapi í forkeppni

4. Svavar Hreiðarsson og Johnny be good frá Hala  8,33 / 8,36

5. Jakob S. Sigurðsson og Glettingur frá St. Sandfelli 2   8,30 / 8,34

6. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum  8,29 / 8,27

7. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum  8,27 / 8,50

8. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði    8,17 / 8,23

 A-flokkur

1. Jakob Svavar Sigurðsson og Vörður frá Árbæ  8,44 / 8,53

2. Páll Bjarki Pálsson og Hreimur frá Flugumýri II  8,43 / 8,43

3. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti   8,36 / 8,37

4. Sigurður Pálsson og Glettingur frá Steinnesi  8,31/8,36 Páll knapi í forkeppni

5. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi  8,30 / 8,37

6. Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri-Skógum  8,19 / 8,11

7. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli  8,18  /  8,41

8. Tryggvi Björnsson og Dáðadrengur frá Köldukinn   8,06/8,06  Elvar knapi í forkeppni
Tölt

1. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey  7,50 / 6,83

2. Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu  7,17 / 7,33

3. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum   7,00 / 6,67

4. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ  6,83 / 6,50

5. Camilla Petra Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti  6,67 / 6,17

6. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti  6,67  /  6,67

    Eftirtaldir luku ekki keppni

    Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Úði frá Húsavík

    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðumwww.is-landsmot.is

Komnar fullt af myndum inn á heimasíðu Neista.

06.03.2010 08:35

Styrkur frá Gærunum..."Gærurnar" (sem standa að Nytjamarkaðnum á sumrin) afhentu fyrir afmælishátíð Þyts, hestamannafélaginu  og Þytsheimum styrk að upphæð Kr: 100.000.- til eflingar æskulýðsstarfsinu 
Þessi styrkur kemur auðvitað að frábærum notum eins og allir aðrir sem hafa verið afhentir núna á árinu.

Stjórn Þyts og Þytsheima

05.03.2010 14:05

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur

 Til gamans, Herdís Einarsdóttir og Neisti frá Gröf

Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur og tölt unglinga og verður í Þytsheimum föstudagskvöldið 12. mars nk. Lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið:
kolbruni@simnet.is. Keppt verður í fimmgangi í 1. flokki, 2. flokki og í tölti í flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða  tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, stökk, fet og skeið í fimmgangi en í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allt um reglur keppninnar má sjá 
hér.

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


04.03.2010 21:09

Grunnskólamót

Fyrsta grunnskólamótið
það verður hérna hjá okkur  í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00
keppt verður í
fegurðarreið 1.-3. bekkur
tví- og þrígangi 4.-7. bekkur
fjórgangi 8.-10. bekkur
skeiði 8.-10. bekkur

skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig endilega gerið það sem fyrst!! ekki seinna en að miðnætti

í skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests, bekkur, skóli, upp á hvora hönd er riðið
skráning þarf að berast á thyturaeska@gmail.com

Kveðja Æskulýðsnefnd

endilega hafið samband á e-mailið ef einhverjar spurningar vakna.

04.03.2010 11:26

KS-deildin úrslit TÖLT

Þytsfélaginn Ísólfur L Þórisson sigraði í tölti í KS deildinni í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni.Áhorfendur voru ekki sviknir af töltkeppni KS-deildarinnar sem haldin var í gær í Svaðastaðahöllini. Fyrsti hestur í braut gaf tóninn með einkunn uppá 7,30.
 

Margar glæsilegar sýningar sáust og seinasti hestur inní B-úrslit var með einkunnina 6.93. Mikil spenna var svo í A-úrslitum og urðu tveir knapar Ísólfur og Ólafur jafnir í fyrsta til öðru sæti með einkunnina 8,11. Var því gripið til sætisröðunar þar sem Ísólfur hafði betur.

Mikil spenna er komin í stigasöfnunina og verður fróðlegt að sjá hvað mun gerast eftir hálfan mánuð þegar keppt verður í fimmgangi.

A-úrslit 

 • 1. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjastöðum II 8,11
 • 2. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum  8,11
 • 3. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði 7,89
 • 4. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti 7,50
 • 5. Magnús B Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50

B-úrslit

 • 5. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50
 • 6. Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi 7,22
 • 7. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum 7,22
 • 8. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti 7,11
 • 9. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum 7,11

Stigasöfnun

 •  1         Ólafur Magnússon 16 stig
 • 2          Ísólfur Líndal Þórisson 15 stig
 • 3          Bjarni Jónasson 14 stig
 • 4          Mette Mannseth 11,5 stig
 • 5          Elvar E. Einarsson 11,5 stig
 • 6          Þórarinn Eymundsson 7,5 stig
 • 7          Magnús Bragi Magnússon 7,5 stig
 • 8          Sölvi Sigurðarson 6,5 stig
 • 9          Þorsteinn Björnsson 1,5 stig
 • 10        Líney María Hjálmarsdóttir 1 stig


www.feykir.is

04.03.2010 11:21

Ís-landsmótiðMjög góð skráning er á mótið, dagskráin hefst stundvíslega kl. 10.00 á laugardagsmorgun á B-flokki, síðan A-flokki og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax eftir hverja grein.

Annars er allt um mótið á heimasíðu þess eða hér.

03.03.2010 13:26

Ístölt á Hnjúkatjörn

Veðrið var frábært á mjög svo skemmtilegu ístölti á  Hnjúkatjörn 28 feb sl.

Úrslit urðu þessi:

Barnaflokkur


1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum
2. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gyðja frá Reykjum
3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Skuggi frá Breiðavaði
4. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Rifa frá Efri-Mýrum
4. Sigríður Þorkelsdóttir og Pjakkur frá Efri-Mýrum


Unglingaflokkur


1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti 
2. Brynjar Geir Ægisson og Heiðar frá Hæli
3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa frá Stekkjardal
4. Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá


2. flokkur


1. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduós
2. Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum
3. Áslaug Inga Finnsdóttir og Dáðadrengur frá Köldukinn
4. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Æsir frá Böðvarshólum
5. Guðmundur Sigfússon og Aron


1. flokkur


1. Tryggvi Björnsson og Stimpill frá Vatni
2. Ninni Kulberg og Stefna frá Sauðanesi
3. Jón Kristófer Sigmarsson og Kolvakur frá Hæli
4. Eline Manon Schrijver og Þekla frá Hólum
5. Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga 2

www.neisti.net

02.03.2010 14:11

Kynbótadómar - sköpulag hrossa

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamband V-Hún bjóða upp á námskeið um byggingu hrossa. Námskeiðið verður haldið að Gauksmýri, Húnaþingi Vestra, laugardaginn 13. mars og byrjar kl. 09:30.


Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.


Kennarar
: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar.

Tími: 09:30 - 17:00

Kostnaður: 14.000 kr. Innifalin eru námsgögn, hádegismatur og kaffi.

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á
endurmenntun@lbhi.is með skýringu.

02.03.2010 13:26

Rúna Einarsdóttir - Zingsheim á fræðslukvöldi í Borgarnesi

 

Félag tamningamanna, í samstarfi við Félag hrossabænda, stendur fyrir fræðslukvöldi í félagsheimili Skugga í Borgarnesi nk. föstudagskvöld, 5. mars kl. 19. Þar mun hinn heimsþekkti knapi og þjálfari Rúna Einarsdóttir - Zingsheim, sem búsett er í Þýskalandi, flytja fyrirlestur um þjálfun hrossa, m.a. með tilliti til mismunandi áherslna á milli Íslands og meginlands Evrópu, auk þess sem hún mun svara fyrirspurnum gesta um hvaðeina er reiðmennsku og þjálfun varðar. Rúna er gríðarlega reynslumikil og hefur náð frábærum árangri í hestaíþróttum og sýningum í gegnum tíðina.

Allir eru velkomnir, kaffiveitingar á staðnum. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir skuldlausa FT félaga og frítt fyrir 12 ára og yngri.

02.03.2010 11:50

Hrossaræktendur - Hestamenn

Almennur fundur um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi, salurinn er á Húnabraut 13 - sama húsi og Búnaðarsambandið, Rauði Krossinn og Húnabókhald er, fimmtudaginn 4.mars og hefst kl. 20:30.

Frummælendur:


Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda

Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags Tamningamanna

    
    Samtök hrossabænda í A-Hún                                               

    Hrossaræktarsamband V-Hún

                            Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

01.03.2010 23:03

Grunnskólamót

jæja þá er komið að fyrsta grunnskólamótinu
það verður hérna hjá okkur  í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00

keppt verður í
fegurðarreið 1.-3. bekkur
tví- og þrígangi 4.-7. bekkur
fjórgangi 8.-10. bekkur
skeiði 8.-10. bekkur

skráningargjald er 1000 krónur á hest
skráning þarf að berast fyrir kl.21.00  fimmtudagskvöldið 4.mars
í skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests, bekkur, skóli, upp á hvora hönd er riðið
skráning þarf að berast á thyturaeska@gmail.com

Kveðja Æskulýðsnefnd

endilega hafið samband á e-mailið ef einhverjar spurningar vakna.

01.03.2010 14:04

KS-deildin TÖLT

Eftir frábæra fjórgangskeppni í KS deildinni er komið að tölti. Það verður mikið fjör í Svaðastaðahöllinni næstkomandi miðvikudagskvöld. Eins og sjá má á ráslistanum eru margir sterkir hestar skráðir til leiks og ljóst er að hart verður barist.

 

Ráslisti

1) Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjarmóti
2) Líney María Hjálmarsdóttir - Þerna frá Miðsitju
3) Ragnar Stefánsson - Lotning frá Þúfum
4) Bjarni Jónasson - Komma frá Garði
5) Riikka Anniina - Gnótt frá Grund II
6) Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum
7) Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli
8) Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi
9) Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum
10) Mette Manseth - Happadís frá Stangarholti
11) Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Spakur frá Dýrfinnustöðum
12) Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum
13) Erlingur Ingvarsson - Gerpla frá Hlíðarenda
14) Viðar Bragason - Von frá Syðra-Kolugili
15) Tryggvi Björnsson - Ólga frá Steinnesi
16) Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjastöðum
17) Þorbjörn H. Matthíasson - Týr frá Litla-Dal
18) Björn Fr. Jónsson - Aníta frá Vatnsleysu


www.svadastadir.is
Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880775
Samtals gestir: 470151
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 12:08:52