Færslur: 2011 Febrúar

20.02.2011 10:01

Grunnskólamót í dag

Í dag sunnudaginn 20. febrúar er fyrsta Grunnskólamót vetrarins. Það verður haldið á Blönduósi og hefst kl. 13:00. Ráslistarnir eru á heimasíðu Neista. Keppt verður í þrautabraut 1.-3. bekkjar, smala 4.-7. bekkjar og smala og skeiði 8.-10. bekkjar. 13 skráningar eru frá krökkum í Grunnskóla Húnaþings vestra en 80 skráningar í allt, svo þetta verður hörku keppni.

18.02.2011 14:21

Viðtal við liðsstjórana eftir fyrsta mót

Svona til gamans ákvað ritari síðunnar að taka stutt viðtöl við liðsstjóra liðanna. Hér að neðan má sjá svör þeirra við nokkrum spurningum um keppnina og annað.

 
Rúnar Örn Guðmundsson liðsstjóri liðs 4

1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?


Er nokkuð sáttur við stöðuna þó reyndar sé alltaf skemmtilegra að jafnara sé...! Þó mjög sáttur við lið 4 þar sem liðið hefur ekki verið komið svona hátt í stigum eftir fyrstu keppni svo ég viti fyrr!

2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?

Ég er ekki farinn að smala mannskap í smalann þar sem lið 4 hefur verið í fínum málum til þessa í smalanum en hef heyrt að menn séu á fullu að smala í öðrum liðum sem hressir nú ekkert mjög. emoticon

3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?

Ég vonast til að mitt lið haldi velli í smalanum þrátt fyrir óhressandi sögur af smalamennsku annarra liða, er ekkert of bjartsýnn með skeiðið þar sem við höfum ekki haft úr miklu að tefla í þeirri grein eins og sjá má á þátttöku liðssins í 5 gangi til þessa:(

4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?

No comment, þekki ekki nægilega til:)

5. Hver er kvarðatrótin af 25?

kvarðatrótin er 5

6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?

Oft er hávaðinn meiri en fjöldinn af bjórunum.

7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?

Væri það ekki bara til bóta. spurning hvort þeir stofni ekki bara sér lið emoticon

8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?

Allt er mögulegt en þá er bara að smala betur en þau emoticon  ( þarf ekki annars utanaðkomandi til að allt gangi? )

9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Upp með stig fyrir 3ja flokk, ég vildi sjá minni mun milli flokka td. 12-10-8 fyrir efstu sæti.....Gunnar Þorgeirsson liðsstjóri liðs 3

1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?

Gæti verið betri fyrir lið 3.

2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?

Hef aldrei kunnað að smala.

3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?

Nei lélegir smalar og skeiðmenn. ( Dugar samt örugglega til sigurs.)

4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?

Hafið bláa hafið hugan dregur.

5. Hver er kvarðatrótin af 25?

Sjá bls.410 í Elísbetbjarna.

6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?

Er þetta ekki fjölskylduskemmtun VAR MAÐURINN Á FYLLIRÍI ?

7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?

Spurning um textavél.

8. Telur þú það mögulegt fyrir hin liðin að ná liði 3 eftir stórsigur ykkar á fyrsta móti?

Ekki möguleiki miðað við frammistöðu hinna liðana á síðasta móti. Getuleysið algjört.

9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Takmarkið hjá liði 3 er að vinna þessa liðakeppni með 100 stiga mun...


 
Indriði Karlsson liðsstjóri liðs 2

1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?

Lið 2 eflist ávallt við mótlæti


2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?

Já við erum í stöðugum viðræðum við Pétur Guðbjörns


3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?

Aldrei sterkara


4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?

Já ekki spurning, hún er mikil selskaps manneskja emoticon

5. Hver er kvarðatrótin af 25?

Gulrót


6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?

Einum fleiri heldur en Hjalti Júl emoticon

7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?

Nei enga hjálp, minn maður er klár í næsta slag, mér er sama um hina.


8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?

Já það verður létt verk, því Gunnar liðsstjóri er að springa úr monti og gleymir sér í gleðinni eftir fyrsta mótið.


9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Hér koma smá hugrenningar frá einu af hirðskáldum liðs 2


Lið 1

Liðstjórar liðin sín styrkja

leita að mönnum og yrkja

Gudda þá skoðar

grípur og hnoðar

Guttana ætlar að virkja


Tryggvi svo tryggur að smala

Tapaðí og fór þá að gala

uppi um fjöll

eltir hann tröll

ætlar sér stigum að hala


Kópurinn klæddur í  leður

kannski er hræddur við veður

ekki fer út

allur í kút

ekki mér þykir það meður


Guddan með hvolpinn og kópinn

kallar svo upp yfir hópinn

Nú komiði öll

kát upp í höll

kannski þið kunnið á sópinn!!


Lið 4

Úr austrinu ætla að meika

það, allir og með okkur leika

öskur og köll

um alla höll

Eru þeir kannski að feika?


Lið 3

Víðdælskir piltarnir vænir

votir við eyrun og grænir

ætla sér allt

en ekki er það falt

þó andskoti séu þeir kænir


Logi með hárrauða lokka

lætur nú klárana brokka

Maggi með kex

kann ekkert pex

kjellingar ætlar að lokka


Gunnar sem giljar oft kýrnar

grettist og setur í brýrnar

Grétu hann sér

glotta við mér

Glaðleg og mér öllum hýrnar


Lið 2

I kotinu Grafar er graður

gæi sem er ekki staður

Stæltur og knár

sætur með hár

Svona er Indriði maður!


Um Snobbið sér stílistinn Kolla

Sminkar sig á milli holla

strýkur og hlær

slær sér á lær

Stelpan er alls engin bolla


Af Vatnsnesi koma svo kallar

með kökur og konurnar allar

ég er mjög fær

í að éta þær

ekkert sem á nokkurn hallar


Reynir með reynsluna mætir

ríður með pískinn og tætir

hestöflin öll

út yfir völl

óheppinn sem honum mætir


Stundum ég í Haddý ég heyri

ég held samt að það séu fleiri

sem hvetja mitt lið

að húnvetnskum sið

Hún er víst líka með keyri


Að leikslokum löngum skal spyrja

laglegt er um það að kyrja

Sigurinn minn

sætur um sinn

Sárin þá skuluð þið smyrja 
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, liðsstjóri liðs 1


1. Hvernig líst þér á stöðuna eftir fyrsta mót?

Ég er hreinilega í skýjunum með þetta. Ég hefði nú haldið að hin liðin hefðu náð mun meiri forustu á okkur, enda lélegasta greinin okkar. Nú er þetta allt bara upp á við og nú verður heldur betur rakað inn stigum!

2. Ertu farin(n) að smala mannskap fyrir smalann?

Nei ég hef nú aldrei stundað það! Það hefur alltaf verið þannig með okkur í Draumaliðinu að það er erfiðara að grisja úr hverja við viljum fá til þess að keppa, það er hart barist um hvert pláss. Það er engin breyting á því þetta árið.

3. Verður liðið þitt sterkt í Smalanum/skeiðinu?

Við munum eiga efstu hesta í öllum greinum. Það er bara þannig! Einnig verðum við með þá nýbreyti að hafa lífverði. Þetta verður gert til þess að koma í veg fyrir að liðstjórar og knapar annarra liða reyni ekki að draga saklausu hjartagullinn okkar afvega, stela af þeim hrossum og misnota sér sakleysi þeirra! Virðist vera full þörf á svoleiðis nokkru!

4. Finnst þér líklegt að liðstjóri liðs 1 komi til með að halda mönnum selskap á næstu mótum?

Ég kem til með að standa mína vakt og sjá til þess að allir séu kátir og glaðir í liðinu. Enda er það mitt hlutverk sem liðstjóri að bjóða alla velkomna og láta fólki líða sem best. Þess ber að geta að ég er tilbúin að taka við keppendum úr öðrum liðum sem finnast þeir ekki frá þann stuðning og umhyggju sem Draumaliðið er að bjóða upp á.

5. Hver er kvarðatrótin af 25?

5

6. Hvað telur þú að Hjalli hafi drukkið marga bjóra á fjórganginum?

Bíddu bíddu... var hann að drekka? Það fór sko ALVEG framhjá mér:) Enda erum við í Draumaliðinu alvöru íþróttamenn og því er með öllu óleyfilegt að neyta nokkurra vímugjafa á meðan að mótaröðin er í gangi. Það er að segja frá byrjun janúar og út maí!

7. Finnst þér mikilvægt að breyta fyrirkomulaginu þannig að þulir stjórni þegar Elli á Ásgeirsá, Dóri Sig og Maggi Magg eru í braut?

Mér er alveg skít sama um Ella og Magga, en mér þætti vænt um að Halldór fengi aðstoð.....

8. Telur þú það mögulegt að ná liði 3 eftir stórsigur þeirra á fyrsta móti?

Þetta er svo langt frá því að vera búið.... Ég tel að gamanið sé rétt að hefjast og það er alveg klárt mál að við komum til með að vinna þessa keppni líkt og síðasta ár. Lið 3 er búið að ná sínum toppi og vonandi hafa þau bara notið þess þennan stutta tíma sem það varði. Enn það varir ekki lengi!!!!

9. Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Held að þetta segji allt sem segja þarf!

Draumar í liðunum, dansand´af gleði
draghalta fákana leggjum að veði
smölum í pottinn, smölum í lið
Sverrir er dottinn, hvað gerum við?
þið munið tapa, þið verðið fúl
þakkiði guði hvað við erum kúl
Logi má grenja, leggjast á grúfu
lekkert að Dóri sé alltaf með húfu
engjumst af kynþokka, emjum af grobbi
en Kolla Stell´er að drepast úr snobbi
við munum rúst´ykkur, væta og græta
veriði ekkert að mæta....

Megi besta liðið vinna (Draumaliðið)

17.02.2011 21:55

Spónn til sölu

Hef til sölu íslenskan spón frá Skógarvinnslunni á góðu verði.
Upplýsingar og pantanir í síma 848 0003.  Ingvar.

17.02.2011 09:43

KS-deildin fjórgangur úrslit


Tryggvi Björnsson og Punktur frá Varmalæk  - Myndir/Reiðhöllin Svaðastaðir


Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi fóru með sigur af hólmi í fjórgangi KS-deildarinnar sem fram fór í gær í reiðhöllinni Svaðastöðum. Þytsfélaginn Tryggvi Björnsson stóð sig mjög vel en hann sigraði B-úrslitin á Punkti frá Varmalæk og endaði síðan í 2. sæti í A-úrslitunum.

A-úrslit

1.     Eyjólfur og Klerkur - 7,57
2.     Tryggvi og Punktur - 7,27
3.     Bjarni og Komma - 7,23
4.     Ólafur og Gáski - 7,20
5.     Árni Björn og Fura - 6,87

B-úrslit

5.     Tryggvi og Punktur - 7,03
6.     Mette og Stormur - 6,53
7.     Hörður og Lína - 6,50
8.     Sölvi og Ögri - 6,50
9.     Þórarinn og Þeyr - 6,33


Úrslit í forkeppni

Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi - 7,23
Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum - 6,90
Bjarni Jónasson og Komma frá Garði - 6,73
Árni Björn Pálsson og Fura frá Enni - 6,73
Sölvi Sigurðarson og Ögri frá Hólum - 6,57
Mette Mannseth og Stormur frá Herriðahóli - 6,57
Hörður Óli Sæmundarson og Lína frá Vatnsleysu - 6,57
Tryggvi Björnsson og Punktur frá Varmalæk - 6,53
Þórarinn Eymundsson og Þeyr frá Prestbæ - 6,40
Elvar E Einarsson og Ópera frá Brautarholti - 6,30
Þorsteinn Björnsson og Haukur frá Flugumýri II - 6,03
Ísólfur Líndal Þórisson og Nýey frá Feti - 6,03
Erlingur Ingvarsson og Mist frá Torfunesi - 6,00
Magnús B Magnússon og Bylgja frá Dísarstöðum 2 - 5,90
Baldvin Ari Guðlaugsson og Röst frá E-Rauðalæk - 5,80
Riikka Anniina og Gnótt frá Grund - 5,73
Ragnar Stefánsson og Neisti frá Hauganesi - 5,73
Jón Herkovic - Töfrandi frá Árgerði - 5,33

16.02.2011 14:31

SKVH töltmót - lokaskráningardagur í dag

SKVH töltmót verður haldið föstudaginn 18. febrúar í Hvammstangahöllinni og hefst kl:19:00 Keppt verður í TÖLTI: Barnaflokkur, Unglingaflokkur, 2.flokkur (áhugamenn)meira keppnisvanir og 2.flokkur(áhugamenn) minna keppnisvanir.
Þríþraut.(boðreið, 3 í liði) 18 ára aldurstakmark

Skráning þarf að hafa borist fyrir miðvikudagskvöldið 16. febrúar netfang: sigrun@skvh.is einnig er hægt að skrá í síma 895-1147 og 660-5826. Fram þarf að koma: Nafn hests, aldur, knapi og upp á hvora hönd fólk vill ríða.
Dæmt verður eftir forsemdum SKVH, það verða ekki réttindadómarar. Skráningargjald 1.000.- og aðgangseyrir 1000.- Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-05-403163. Kt: 540507-1040

EKKI POSI Á STAÐNUM

15.02.2011 18:41

Sparisjóðs-liðakeppnin Smali/skeiðSMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar og mun Neisti sjá um mótið og það verður í Reiðhöllinni Arnargerði 26. febrúar nk. og hefst kl. 16.00

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 22. febrúar. Fram þarf að koma nafn knapa, flokkur, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Skráningargjöld í skeið eru 1.000 kr og þarf að greiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista neisti.net@simnet.is

Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1994 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki.
Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki.

Dagskráin er:
Smali:

Unglingaflokkur
3. flokkur
2. flokkur
1. flokkur
Úrslit riðin svo í sömu röð
Skeið

Knapar verða að vera í sama flokki og í sama liði allt tímabilið.

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig


Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!


Aðgangseyrir er 1.000 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Brautin er eins og í fyrra:


15.02.2011 15:17

Hestamenn athugið - reiðtímar

Ísólfur Líndal verður með reiðtíma í Þytsheimum eftirfarandi mánudagskvöld:

21. febrúar, 7. mars og 14. mars 2011. Um er að ræða tíma milli kl. 20:00 og 22:00.

Allar nánari upplýsingar og skráning á netfangið isolfur@laekjamot.is eða í síma 895-1146 (Vigdís)

15.02.2011 09:51

Þríþrautarbraut á Sláturhúsmóti
18 ára aldurstakmark í þríþrautina.

14.02.2011 10:39

Grunnskólamót - Smali og skeið

Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra

verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi

sunnudaginn 20. febrúar kl: 13:00.Skráningar þurfa að hafa borist fyrir
miðnætti miðvikudaginn 16. feb. 2011 á
 netfangið: thyturaeska@gmail.com

 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa

nafns hests, aldur, litur og keppnisgrein.

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur, þrautabraut
4 - 10. bekkur, smali
8. - 10. bekkur, skeið


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar.

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              


smalabraut 4. - 10. bekkurþrautabraut 1. - 3. bekkurBrautin verður uppi í dag, mánudag, frá kl. 16:30-17:30 og á fimmtudag frá kl. 14:30-16:30.


12.02.2011 01:31

Sparisjóðs-liðakeppnin fjórgangur ÚRSLIT

Þá er fyrsta móti í Sparisjóðs-liðakeppninni lokið. Lið 3 (Víðidalur/Fitjárdalur) sigruðu kvöldið með yfirburðum og eru komin með 57 stig. Í öðru sæti er lið 2 (Vatnsnes/Línakradalur/Hrútafjörður) með 29 stig, lið 1 (Hvammstangi/Miðfjörður/Hrútafjörður) kemur næst með 21 stig og lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 14 stig.

Fjórgangur 1. flokkur fork/úrsl

A - úrslit

1. Ingólfur Pálmason / Höfði frá Sauðárkróki 6,43 / 7,13
2. Elvar Einarsson / Ópera frá Brautarholti 6,70 / 7,10
3. Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,43 / 7,00
4. Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,57 / 6,83
5. James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,40 / 6,80
6. Elvar Logi Friðriksson / Stuðull frá Grafarkoti 6,43 / 6,70
7. Tryggvi Björnsson / Blær frá Hesti 6,43 / 6,40

B - úrslit

7. James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,40 / 6,63 (fór upp í A-úrslit)
8. Jóhann Magnússon / Þór frá Saurbæ 6,23 / 6,53
9. Ólafur Magnússon / Heilladís frá Sveinsstöðum 6,13 / 6,10

Fjórgangur 2. flokkur fork/úrsl


A - úrslit

1. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir / Kraftur frá Keldudal 5,80 / 6,83
2. Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,37 / 6,60
3. Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,30 / 6,57
4. Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri - Völlum 6,07 / 6,53
5. Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 6,00 / 6,30

B - úrslit

5. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir / Kraftur frá Keldudal 5,80 / 6,37
6. Herdís Rútsdóttir / Barði frá Brekkum 5,97 / 6,33
7. Paula Tiihonen / Sif frá Söguey 5,60 / 6,10
8. Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 5,60 / 5,97
9. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 5,80 / 5,93
10. Halldór Pálsson / Rispa frá Ragnheiðarstöðum 5,80 / 5,90

3. flokkur fork/úrsl

1. Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,67 / 6,17
2. Sigríður Alda Björnsdóttir / Setning frá Breiðabólsstað 5,23 / 5,90
3. Ragnar Smári Helgason / Loki frá Grafarkoti 5,10 / 5,80
4. Jón Ragnar Gíslason / Víma frá Garðakoti 5,10 / 5,73
5. Sigurbjörg Þ Jónsdóttir / Fróði frá Litladal 5,00 / 5,03

Unglingaflokkur fork/úrsl

1. Jóhannes Geir Gunnarsson / Þróttur frá Húsavík 5,77 / 6,33
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Taktur frá Hestasýn 5,93 / 6,23
3. Fríða Marý Halldórsdóttir / Sómi frá Böðvarshólum 5,77 / 5,90
4. Eydís Anna Kristófersdóttir / Renna frá Þóroddsstöðum 5,27 / 5,80
5. Viktoría Eik Elvarsdóttir / Höfðingi frá Dalsgarði 5,20 / 5,20


Mótanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem kom að mótinu og lið 1 stóð sig ofurvel í að taka til eftir mótið. Myndir frá mótinu komnar inn í myndaalbúmið.


11.02.2011 23:45

Sparisjóðs-liðakeppnin - staða eftir forkeppni

Hér má sjá 15 efstu hross eftir forkeppni í 1. og 2. flokki og 10 efstu í 3. flokki og unglingaflokki.

1. flokkur
Sæti Keppandi
1 Elvar Einarsson / Ópera frá Brautarholti 6,70
2 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,57
3-6 Ingólfur Pálmason / Höfði frá Sauðárkróki 6,43
3-6 Elvar Logi Friðriksson / Stuðull frá Grafarkoti 6,43
3-6 Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,43
3-6 Tryggvi Björnsson / Blær frá Hesti 6,43
7 James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,40
8 Jóhann Magnússon / Þór frá Saurbæ 6,23
9 Ólafur Magnússon / Heilladís frá Sveinsstöðum 6,13
10 Tryggvi Björnsson / Magni frá Sauðanesi 6,07
11 Magnús Bragi Magnússon / Fleygur frá Garðakoti 5,90
12-13 Fanney Dögg Indriðadóttir / Orka frá Sauðá 5,87
12-13 Herdís Einarsdóttir / Drápa frá Grafarkoti 5,87
14 Ragnar Stefánsson / Neisti frá Hauganesi 5,83
15 Ninnii Kullberg / Blær frá Miðsitju 5,73

2. flokkur
Sæti Keppandi
1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,37
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,30
3 Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri-Völlum 6,07
4 Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 6,00
5 Herdís Rútsdóttir / Barði frá Brekkum 5,97
6-8 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 5,80
6-8 Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir / Kraftur frá Keldudal 5,80
6-8 Halldór Pálsson / Rispa frá Ragnheiðarstöðum 5,80
9 Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 5,63
10-11 Paula Tiihonen / Sif frá frá Söguey 5,60
10-11 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 5,60
12 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kátur frá Grafarkoti 5,57
13 Patrik Snær Bjarnason / Kafteinn frá Kommu 5,50
14 Unnsteinn Andrésson / Lokkur frá Sólheimatungu 5,47
15-17 Gerður Rósa Sigurðardóttir / Katarína frá Tjarnarlandi 5,43
15-17 Guðmundur Sigfússon / Kjarkur frá Flögu 5,43
15-17 Petronella Hanula / Eldur frá Leysingjastöðum 5,43

3. flokkur

Sæti Keppandi
1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,67
2 Jón Ragnar Gíslason / Víma frá Garðakoti 5,50
3 Sigríður Alda Björnsdóttir / Setning frá Breiðabólsstað 5,23
4 Ragnar Smári Helgason / Loki frá Grafarkoti 5,10
5 Sigurbjörg Þ Jónsdóttir / Fróði frá Litladal 5,00
6 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 4,80
7 Jón Benedikts Sigurðsson / Konráð frá Syðri-Völlum 4,77
8 Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti 4,67
9 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Blær frá Sauðá 4,57
10-11 Guðrún Aðalh Matthíasdóttir / Ostra frá Grafarkoti 4,53
10-11 Ásbjörn Helgi Árnason / Stirnir frá Halldórsstöðum 4,53

Unglingaflokkur
Sæti Keppandi
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Taktur frá Hestasýn 5,93
2-3 Fríða Marý Halldórsdóttir / Sómi frá Böðvarshólum 5,77
2-3 Jóhannes Geir Gunnarsson / Þróttur frá Húsavík 5,77
4 Eydís Anna Kristófersdóttir / Renna frá Þóroddsstöðum 5,27
5 Viktoría Eik Elvarsdóttir / Höfðingi frá Dalsgarði 5,20
6 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,10
7 Karítas Aradóttir / Elegant frá Austvaðsholti 1 4,83
8 Róbert Arnar Sigurðsson / Katla frá Fremri-Fitjum 4,80
9 Kristófer Smári Gunnarsson / Óttar frá Efri-Þverá 4,73
10 Helga Rún Jóhannsdóttir / Frabín frá Fornusöndum 4,1011.02.2011 11:55

Sparisjóðs-liðakeppnin í kvöld

ATH vegna veðurs ákváðum við að seinka mótinu um klst þar sem spáin segir okkur að veðrið eiga að ganga hratt niður seinni partinn. Mótið hefst því stundvíslega kl. 18.00

Við viljum bara minna keppendur á að greiða verður skráningargjöld fyrir mót inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499. 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga.

Sjáumst hress og kát

Mótanefnd liðakeppninnar.

10.02.2011 13:23

SKVH mót 18. feb.

SKVH töltmót verður haldið föstudaginn 18. febrúar í Hvammstangahöllinni og hefst kl:19:00 Keppt verður í TÖLTI: Barnaflokkur, Unglingaflokkur, 2.flokkur (áhugamenn)meira keppnisvanir og 2.flokkur(áhugamenn) minna keppnisvanir.
Þríþraut.(boðreið, 3 í liði) 18 ára aldurstakmark

Skráning þarf að hafa borist fyrir miðvikudagskvöldið 16. febrúar netfang: sigrun@skvh.is einnig er hægt að skrá í síma 895-1147 og 660-5826. Fram þarf að koma: Nafn hests, aldur, knapi og upp á hvora hönd fólk vill ríða.
Dæmt verður eftir forsemdum SKVH, það verða ekki réttindadómarar. Skráningargjald 1.000.- og aðgangseyrir 1000.- Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-05-403163. Kt: 540507-1040

EKKI POSI Á STAÐNUM

09.02.2011 23:25

Sparisjóðs-liðakeppnin - fjórgangur ráslistarRáslistar eru komnir og má sjá hér að neðan. Nýtt fjöldamet hefur litið dagsins ljós í liðakeppninni en alls eru 110 hross skráð til leiks. Það má því búast við spennandi og skemmtilegri keppni.
Mótið hefst því stundvíslega kl. 17.00, aðgangseyrir er 1.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Prógrammið er hægt tölt, fegurðartölt, fet, brokk og stökk í forkeppni og er riðið þannig að skiptingar eiga að fara fram á miðri skammhlið, þulur minnir unglinga á næstu gangtegund en ekki keppendur í 1., 2. og 3. flokk. Keppendur munið að greiða verður skráningargjöld fyrir mót inn á reikning 1105-15-200343  kt. 550180-0499 Skráningargjald fyrir fullorðna er 1.500 en 500 fyrir unglinga.

Dagskrá:
Forkeppni:
Unglingaflokkur
3. flokkur
hlé
2. flokkur
1.flokkur
Hlé
Úrslit:
B - úrslit í 2. flokki
B - úrslit í 1. flokki
Unglingaflokkur
A - úrslit í 3. flokki
A - úrslit í 2. flokki
A - úrslit í 1. flokki

Ráslistar

Fjórgangur 1. flokkur

Holl H Knapi Hestur Lið
1 H Magnús Ásgeir Elíasson María Una frá Litlu-Ásgeirsá 3
1 H Jón Kristófer Sigmarsson Huld frá Hæli 4
2 V James Bóas Faulkner Stormur frá Langárfossi 3
2 V Fanney Dögg Indriðadóttir Orka frá Sauðá 3
3 V Reynir Aðalsteinsson Lykill frá Syðri-Völlum 2
3 V Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 3
4 V Heiða Dís Fjeldsteð Atlas frá Tjörn 1
4 V Tryggvi Björnsson Magni frá Sauðanesi 1
5 V Ninnii Kullberg Blær frá Miðsitju 1
5 V Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki 1
6 V Magnús Bragi Magnússon Fleygur frá Garðakoti 2
6 V Ragnar Stefánsson Neisti frá Hauganesi 4
7 V Elvar Einarsson Ópera frá Brautarholti 3
7 V Hafdís Arnardóttir Diljá frá Brekku, Fljótsdal 4
8 V Magnús Ásgeir Elíasson Bliki frá Stóru-Ásgeirsá 3
8 V Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti 3
9 V Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti 2
9 V Einar Reynisson Glæta frá Sveinatungu 2
10 V Helga Rós Níelsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum 1
10 V James Bóas Faulkner Brimar frá Margrétarhofi 3
11 V Ingólfur Pálmason Ísold frá Kúskerpi 1
11 V Jóhann Magnússon Þór frá Saurbæ 2
12 V Ísólfur Líndal Þórisson Freymóður frá Feti 3
12 V Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum 2
13 V Tryggvi Björnsson Blær frá Hesti 1
13 V Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk 2
14 H Ólafur Magnússon Heilladís frá Sveinsstöðum 4

Fjórgangur 2. flokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Birgir Andrésson Hamar frá Reykjahlíð 1
1 V Elías Guðmundsson Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 3
2 H Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 3
2 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 1
3 H Eline Schriver Gná frá Dýrfinnustöðum 4
3 H Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ 2
4 H Magnús Ólafsson Gleði frá Sveinsstöðum 4
4 H Greta Brimrún Karlsdóttir Sjón frá Grafarkoti 3
5 V Þórður Pálsson Slemma frá Sauðanesi 4
5 V Halldór Pálsson Goði frá Súluvöllum 2
6 V Unnsteinn Andrésson Lokkur frá Sólheimatungu 1
6 V Pétur H. Guðbjörnsson Gantur frá Oddgeirshólum 1
7 V Jónína Lilja Pálmadóttir Magnea frá Syðri-Völlum 2
7 V Cristine Mai Ölur frá Þingeyrum 4
8 V Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2
8 V Steinbjörn Tryggvason Glóðar frá Hólabaki 1
9 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Kátur frá Grafarkoti 2
9 V Pétur Sæmundsson Stjörnunótt frá Brekkukoti 4
10 V Halldór P. Sigurðsson Geisli frá Efri-Þverá 1
10 V Ingunn Reynisdóttir Svipur frá Syðri-Völlum 2
11 V Patrik Snær Bjarnason Barón frá Efri-Fitjum 1
11 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Katarína frá Tjarnarlandi 3
12 V Ingveldur Ása Konráðsdóttir Kasper frá Grafarkoti 2
12 V Sigtryggur Sigurvaldason Máni frá Helguhvammi II 3
13 V Anna Lena Aldenhoff Dorrit frá Gauksmýri 2
13 V Ólafur Árnason Kolbeinn frá Sauðárkróki 1
14 H Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum II 3
14 H Malin Person Mímir frá Syðra-Kolugili 3
15 V Elías Guðmundsson Dimma frá Stóru-Ásgeirsá 3
15 V Unnsteinn Andrésson Persóna frá Grafarkoti 1
16 V Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk 3
16 V Paula Tiihonen Sif frá frá Söguey 1
17 V Guðný Helga Björnsdóttir Glóðafeykir frá Bessastöðum 2
17 V Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Kraftur frá Keldudal 4
18 V Pálmi Geir Ríkharðsson Greipur frá Syðri-Völlum 2
18 V Guðmundur Sigfússon Kjarkur frá Flögu 4
19 H Halldór Pálsson Rispa frá Ragnheiðarstöðum 2
19 H Magnús Ólafsson Dynur frá Sveinsstöðum 4
20 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti 2
20 H Valur Valsson Hróður frá Blönduósi 4
21 H Herdís Rútsdóttir Barði frá Brekkum 3
21 H Pétur H. Guðbjörnsson Klerkur frá Keflavík 1
22 V Petronella Hanula Eldur frá Leysingjastöðum 4
22 V Helga Rósa Pálsdóttir Grásteinn frá Efri-Skálateigi 1 4

Fjórgangur 3. flokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Irena Kamp Léttingur frá Laugarbakka 1
1 V Sigurður Stefánsson Glaumur frá Oddsstöðum I 1
2 V Reynir Magnússon Draumur frá Sveinatungu 1
2 V Jón Ragnar Gíslason Mánadís frá Íbishóli 2
3 H Guðrún Aðalh Matthíasdóttir Ostra frá Grafarkoti 1
3 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi 4
4 V Sigríður Alda Björnsdóttir Setning frá Breiðabólsstað 2
4 V Ragnar Smári Helgason Skugga-Sveinn frá Grafarkoti 2
5 H Ásbjörn Helgi Árnason Stirnir frá Halldórsstöðum 2
5 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Blær frá Sauðá 2
6 H Selma H Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi 4
6 H Hrannar Haraldsson Rispa frá Staðartungu 1
7 H Kristján Jónsson Bróðir frá Stekkjardal 2
7 H Sigurbjörg Þ Jónsdóttir Fróði frá Litladal 4
8 V Jón Benedikts Sigurðsson Konráð frá Syðri-Völlum 2
8 V Irena Kamp Glóð frá Þórukoti 1
9 V Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Sverta frá Ósabakka 2 1
9 V Sigurður Stefánsson Fáfnir frá Þverá I 1
10 V Ragnar Smári Helgason Loki frá Grafarkoti 2
10 V Jón Ragnar Gíslason Víma frá Garðakoti 2
11 V Katarina Fatima Borg Lyfting frá Súluvöllum ytri 2
12 H Rúnar Örn Guðmundsson Kópur frá Blesastöðum 1A 4

Fjórgangur - unglingaflokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Eydís Anna Kristófersdóttir Renna frá Þóroddsstöðum 3
1 V Birna Ósk Ólafsdóttir Vísir frá Efri-Hömrum 1
2 H Rakel Ósk Ólafsdóttir Reising frá Miðhópi 1
2 H Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku 3
3 V Kristófer Smári Gunnarsson Óttar frá Efri-Þverá 1
3 V Fríða Marý Halldórsdóttir Sómi frá Böðvarshólum 1
4 V Róbert Arnar Sigurðsson Katla frá Fremri-Fitjum 1
4 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Taktur frá Hestasýn 3
5 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Höfðingi frá Dalsgarði 3
5 V Helga Rún Jóhannsdóttir Frabín frá Fornusöndum 2
6 V Karítas Aradóttir Elegant frá Austvaðsholti 1 1
6 V Guðmar Freyr Magnússun Neisti frá Skeggsstöðum 2
7 V Birna Ósk Ólafsdóttir Hrólfur frá Hafsteinsstöðum 1
7 V Sigrún Rós Helgadóttir Biskup frá Sigmundarstöðum 2
8 V Gyða Helgadóttir Gnýr frá Reykjarhóli 2
8 V Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3
9 V Valdimar Sigurðsson Félagi frá Akureyri 2


Mótanefnd liðakeppninnar


09.02.2011 11:15

Bleikt Töltmót - Bara fyrir konur

 

Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu. 

Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 200
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 4110869
Samtals gestir: 496368
Tölur uppfærðar: 3.12.2020 10:16:08