Færslur: 2013 Janúar

30.01.2013 22:56

James og Jói Magg í KS deildinni í vetur

 
 
 

Í kvöld á úrtökumóti KS deildarinnar tryggðu James Bóas Faulkner og Jóhann Magnússon sér þátttökurétt á mót vetrarins í deildinni. Innilega til hamingju strákar og gangi ykkur vel í vetur. Það verða því 4 Þytsfélagar sem taka þátt í ár en Fanney Dögg Indriðadóttir átti þátttökurétt en ákvað að draga sig út í ár vegna annarra verkefna. Til viðbótar við James og Jóhann eru það Tryggvi Björns og Ísólfur Þórisson sem munu taka þátt í vetur.

Eftirtaldir knapar tryggðu sig inní Meistaradeild Norðurlands í kvöld:

1. Líney María Hjálmarsdóttir

2. - 3. Hekla Katarína Kristinsdóttir

2.-3. Teitur Árnason

4. Hörður Óli Sæmundarson

5. Þorsteinn Björnsson

6. Jóhann Magnússon

7. James Bóas Faulkner

8. Bergrún Ingólfsdóttir

 

27.01.2013 14:51

Þorrablót í Þytsheimum



Skemmtilegt fjölskylduþorrablót var haldið í Þytsheimum í gærkvöldi, mjög margir komu saman til að borða þorramat og fara í fullt af leikjum og spjalla ;) Komnar eru nokkrar myndir frá kvöldinu inn á heimasíðuna.

25.01.2013 14:41

Ísmót á Gauksmýrartjörn


Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda
 sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 2. febrúar nk og hefst mótið kl 13:30. Ísinn er spegilsléttur og frábær til útreiða að sögn Jóhanns sem var nýbúinn að prufa hann áður en auglýsingin var sett inn !!!
 

 

Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit i öllum flokkum.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 og 2009 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.

 


Skráning hjá Kollu á netfangið kolbruni@simnet.is. Lokaskráningardagur er  föstudagurinn 1. febrúar, skráningargjald er 1.000.- hver skráning og má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992 eða Kollu í síma 863-7786

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.


Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.


Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

 

 

24.01.2013 11:07

Opið hesthús

 

Laugardaginn 26. janúar nk verður opið hesthús í Hvammkoti, Garðarströð 3 frá 14.00 - 17.00.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!

Halli, Bára og Hrannar

23.01.2013 20:02

Húnvetnska liðakeppnin 2013

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fjórgangur og verður haldið föstudaginn 8. febrúar nk.

 

Stóra breytingin frá því í fyrra er að lið 4, Austur-Húnvetningar sáu sér ekki fært að mæta með lið en vonandi sjáum við sem flesta koma og keppa með einhverjum af hinum liðunum. Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni. Sjá nánar um keppnina í reglunum hérna fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt video sem Eydís Ósk tók saman og er smá upprifjun á fjörinu í liðakeppninni smiley

 

 

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

8. febrúar - Fjórgangur
23. febrúar - Smali og skeið
15. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og T3 í unglingaflokki
5. apríl - Tölt T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt)

Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf   bls 83



Reglur keppninnar árið 2013:

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 8. febrúar 2013.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 14 stig
2. sæti - 12 stig
3. sæti - 11 stig
4. sæti - 10 stig
5. sæti - 9 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 8 stig
7.sæti - 7 stig
8.sæti - 6 stig
9.sæti - 5 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 10 stig
2. sæti - 8 stig
3. sæti - 7 stig
4. sæti - 6 stig
5. sæti - 5 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

 Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir)
Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
 

Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

 

BÆJARKEPPNI

 

Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni.

Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (lið 1, 2 og 3). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þessi nýjung er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta sig saman.

 

20.01.2013 21:22

Endurskinmerki

 mynd: www.vis.is

Við viljum minna knapa á að nota endurskinmerki, mikið er riðið út eins og veðrið hefur verið undanfarna daga og ekki er nú birtan að þvælast fyrir okkur svo við viljum minna foreldra á endurskinvestin sem börnin í félaginu fengu á uppskeruhátíðinni 2011. Núna er tíminn til að nota þau :)

Stjórn Þyts

 

Það er nauðsynlegt að bera endurskinsmerki (bæði fyrir knapa og hross) í ljósaskiptum eða myrkri, hvort sem knapi er gangandi eða á hestbaki. Notkun endurskinsmerkja tryggir að akandi vegfarendur sjái umferð manna og hesta í myrki. Ef knapi dettur af baki getur hann misst hestinn frá sér og hann stefnt út í umferðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna þarf hesturinn líka að bera endurskinsmerki. Þau endurskinsmerki sem talin eru henta best fyrir hrossið eru endurskin sem höfð eru neðarlega á fótum þess. Endurskin fyrir knapann eru t.a.m. endurskinsvesti og þar til gerðir lampar sem festir eru á vinstri kálfa. Hvítt ljós vísar fram og rautt ljós aftur. Aðrar útfærslur endurskinsmerkja eru t.d. endurskinsmerki sem fest eru á ístöð, í tagl hesta, á stígvél og á hjálma. (á heimasíðu VÍS)

 

 

 

18.01.2013 13:21

Dagatal Þyts 2013

 

Enn eru nokkur dagatöl eftir til sölu, hægt að nálgast þau hjá Kollu á daginn í Landsbankanum eða hjá Þórönnu á kvöldin á Höfðabraut 25. Einnig hægt að panta í síma 863-7786 eða á mail kolbruni@simnet.is

16.01.2013 13:29

Folaldasýningin, lokaskráningardagur á morgun 17. jan !!!

Ákveðið hefur verið að halda folaldasýningu þann 20. janúar í reiðhöllinni Arnargerði Blönduósi og hefst hún klukkan 14.00, 2.000 kr á folald og opið fyrir alla að mæta með folöld á sýninguna.

Dómari velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssna en áhorfendur velja álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin thp@bondi.is og hrima@hrima.is fyrir 17. janúar.

Veglegir follatollar verða í verðlaun td Aldur frá Brautarholti aðaleinkunn 8,25, Brennir frá Efri filtjum aðaleinkunn 8,01, Grettir frá Grafarkoti aðaleinkunn 8,23. Klængur frá Skálakoti aðaleinkunn 8.38.

Hrossaræktarsamtök A-Hún

16.01.2013 10:18

Þorrablót í Þytsheimum

Ágæta hestafólk.

Hvernig væri að koma saman laugardagskvöldið 26. janúar 2013, kl. 19:00 - 23:00 í Þytsheimum. Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli, öll fjölskyldan.

Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - 14 ára og eldri emoticon

Væri ekki tilvalið að dusta rykið af höfuðfötum, húfum og höttum  og mæta með á blótið.

Sjáumst hress og kát emoticon

Hestakonur.
 

15.01.2013 12:09

Reiðnámskeið æskulýðsstarfsins

 

Þessa dagana er verið að skipuleggja reiðnámskeiðin sem Æskulýðsnefndin stendur fyrir. Erfitt er að finna tíma sem hentar öllum þar sem krakkarnir eru mjög virk í öðrum íþróttum og í tónlistarnámi eftir skólatíma. Námskeiðin sem verða í vetur eru: Knapamerki 2, Keppnisþjálfun, Reiðnámskeið minna vanir, Reiðnámskeið meira vanir og loks Byrjendanámskeið fyrir 9 ára og yngri byrjendur í hestamennsku. Kennslan byrjar núna seinnipartinn í janúar og byrjun febrúar.

Ef einhverjir eiga enn eftir að skrá sig á námskeið þá þurfa þeir að hafa samband við nefndina í netfangið: thyturaeska@gmail.com eða við Guðnýju í síma 8937981.

14.01.2013 21:03

Söluhross

Elka verður í Húnaþingi vestra um næstu helgi að taka upp söluhross. Þeir sem eru með hross til að sýna henni hafið samband við Loga í síma 848-3257 eða Elku í síma 863-8813 e-mail: elka@simnet.is

 

 

14.01.2013 09:55

Járninganámskeiði lokið

Þá er járninganámskeiðinu lokið, en það var haldið um helgina, 11-13. janúar.  8 þáttakendur voru á námskeiðinu sem tókst prýðis vel.  

 

 Fleiri myndir er hægt að finna í myndaalbúmi.

 

 

08.01.2013 21:49

Folaldasýning á Blönduósi

 

Fyrirhugað er að halda folaldasýningu þann 20 janúar í reiðhöllinni Arnargerði Blönduósi ef næg þátttaka næst.

Dómari velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssna en áhorfendur velja álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin thp@bondi.is og hrima@hrima.is fyrir 17. janúar.

Veglegir follatollar verða í verðlaun.

Hrossaræktarsamtök A-Hún

07.01.2013 20:41

Húnvetnska liðakeppnin 2013

 

Þá er akkúrat mánuður í fyrsta mót, flestir líklega komnir á rétt stig þjálfunar svo hestarnir toppi á réttum klukkutíma þann 8. febrúar nk, þegar fyrsta mótið er og keppt verður í fjórgangi.

Stóra breytingin frá því í fyrra er að lið 4, Austur-Húnvetningar sáu sér ekki fært að mæta með lið en vonandi sjáum við sem flesta koma og keppa með einhverjum af hinum liðunum. Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni. Nánar um hana má sjá hér í reglunum að neðan.

 

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

8. febrúar - Fjórgangur
23. febrúar - Smali og skeið
15. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og T3 í unglingaflokki
5. apríl - Tölt T1 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) í öllum flokkum nema 3. flokki er keppt í tölti T7.

Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf   bls 83

Reglur keppninnar árið 2013:

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 8. febrúar 2013.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 14 stig
2. sæti - 12 stig
3. sæti - 11 stig
4. sæti - 10 stig
5. sæti - 9 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 8 stig
7.sæti - 7 stig
8.sæti - 6 stig
9.sæti - 5 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 10 stig
2. sæti - 8 stig
3. sæti - 7 stig
4. sæti - 6 stig
5. sæti - 5 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

 Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir)
Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
 

Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

 

BÆJARKEPPNI

Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni.

Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (lið 1, 2 og 3). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, en notast er við sömu stigagjöfina í báðum keppnum þ.e. knapi sem nær í 8 stig í liðakeppninni tekur þau stig einnig með sér í bæjarkeppnina ef hann er þar í liði. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið. Þessi nýjung er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta sig saman.

 

07.01.2013 10:52

Þrettándagleðin

 

Í gær fór fram Þrettándagleði sem æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Þyts stóð fyrir. Farið var í hópgöngu/reið frá Pakkhúsi KVH upp í reiðhöllina Þytsheima. Huldufólk fór fyrir göngunni og fylgdu nokkrir mennskir á hestum í kjölfar þeirra. Svo voru býsna margir sem tóku þátt á tveimur jafnfljótum eða hjólhestum, sumir voru með hundana sína með í bandi og voru þeir auðvitað hinir prúðustu líkt og eigendur þeirra. Í hópnum mátti einnig sjá jólasveina, Grýlu og Leppalúða, sem að venju voru nú svolítið rugluð. Stoppað var við sjúkrahúsið og nokkrir jólasöngvar sungnir. Í Þytsheimum var fólki boðið upp á hlaðborð kræsinga og kakó, sem veitinganefnd Þyts og foreldrar í æskulýðsstarfinu stóðu fyrir, börnum var boðið á hestbak og Elinborg Sigurgeirsdóttir og Helga Rún Jóhannsdóttir spiluðu nokkur lög á harmonikkur og gestir sungu með.

 

Myndir eru komnar af hátíðinni í myndaalbúm heimasíðunnar.

Viljum við í nefndinni þakka öllum kærlega fyrir komuna og aðstoðina við að gera gleðina sem mesta. Einnig þökkum við sveitarfélaginu Húnaþingi vestra fyrir veittan styrk til að geta staðið fyrir hátíðinni og gert hana skemmtilega.

Flettingar í dag: 1419
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 936747
Samtals gestir: 49494
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:29:22