Færslur: 2010 Ágúst

05.08.2010 16:04

Opið íþróttamót Þyts

Opið íþróttamót Þyts verður haldið laugardaginn 20.ágúst og sunnudaginn 21.ágúst á félagssvæði Þyts.

Keppt verður í:

Fjórgangi:

-          1 og 2 flokkur,  ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur

Fimmgangur:

-          1.flokkur

Tölt:

1 og 2 flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur

Tölt T2:

-          1.flokkur

Gæðingaskeið og 100 metra skeið

Tekið verður á móti skráningum mánudaginn 16. ágúst, þriðjudaginn 17.ágúst og miðvikudaginn 18.ágúst, hægt er að senda mail á hjordisoo @gmail.com  eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). Ekki verður tekið á móti skráningum eftir miðvikudaginn 18.ágúst!

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa, keppnisgrein og uppá hvaða hönd skal ríða.

Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt: 550180-0499

04.08.2010 21:53

Vinnukvöld


Annaðkvöld verður vinnukvöld upp á velli við að mála, slá og hirða fyrir Íslandsmótið.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta emoticon

Mótanefnd

04.08.2010 16:37

Dagsskrá Íslandsmóts barna, unglinga og ungmenna

Dagsskrá:

Fimmtudagur 12. ágúst 2010
Knapafundur kl. 13.00
14.00 - 15.00 Fjórgangur börn
15.00 - 16.30 Fjórgangur unglingar
16.30 - 17.00 Kaffihlé
17.00 - 19.00 Fjórgangur ungmenni

Föstudagur 13. ágúst
10.00 - 11.00 Fimi A
11.30 - 12.00 Tölt unglingar ( 6 holl )
12.00 - 13.00 Matur
13.00 - 14.00 Tölt unglingar ( Byrjar á 7. holli)
14.00 - 15.30 Tölt börn
15.30 - 16.00 Kaffi
16.00 - 17.30 Tölt ungmenni
17.30 - 18.00 Slaktaumatölt T2
18.00 - 19.00 Kvöldmatur
19.00 - 20.30 Gæðingaskeið unglinga og ungmenna

(Unglingadansleikur í félagsheimilinu frá kl. 21.00 með DJ Dodda Mix, 1.500 kr inn. Ekki á vegum Þyts.)

Laugardagur 14. ágúst
10.00 - 12.00 Fimmgangur ungmenna
12.00 - 13.00 Matur
13.00 - 14.30 Fimmgangur unglinga
14.30 - 15.00 Kaffi
15.00 - 15.30 B-úrslit Fjórgangur börn
15.30 - 16.00 B-úrslit Fjórgangur unglingar
16.00 - 16.30 B-úrslit Fjórgangur ungmenni
16.30 - 17.00 B-úrslit Tölt börn
17.00 - 17.30 B-úrslit Tölt unglingar
17.30 - 18.00 B-úrslit Tölt ungmenni
18.00 - 19.00 Grill
19.00 - 20.00 100 m skeið
20.00 - 22.00 Skemmtun í Þytsheimum

Sunnudagur 15. ágúst
10.00 - 10.30 B-úrslit Fimmgangur ungmenni
10.30 - 11.00 A-úrslit Fjórgangur börn
11.00 - 11.30 A-úrslit Fjórgangur unglingar
11.30 - 12.00 A-úrslit fjórgangur ungmenni
12.00 - 13.00 Matur
13.00 - 13.30 A-úrslit Slaktaumatölt T2
13.30 - 14.00 A-úrslit Tölt börn
14.00 - 14.30 A-úrslit Tölt unglingar
14.30 - 15.00 A-úrslit Tölt ungmenni
15.00 - 15.30 A-úrslit Fimmgangur unglingar
15.30 - 16.00 A-úrslit Fimmgangur ungmenni
16.00 Mótsslit


Keppendur ATH:

Í fjórgangi og tölti verða tveir inná vellinum í einu en í fimmgangi verður aðeins einn inná í einu og ræður því uppsetningu á sínu prógrammi og verður því ekki stjórnað af þul.  

Vekjum athygli á því að margir eiga eftir að greiða keppnisgjöldin sín og biðjum við þá að bregðast skjótt við.


Formaður mótanefndar er Sigrún Þórðardóttir s. 660-5826 og veitir hún allar nánari upplýsingar.
Umsjónarmaður keppnishrossa er Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070


Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts. Verð 3.000 per mann vikupassi eða 1.500 per mann helgarpassi. Útilegukortið gildir þessa viku. Nánari upplýsingar hjá Erlu í síma 899-0008

03.08.2010 16:25

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Blönduósi 17. og 18. ágúst

Kynbótasýning verður á Blönduósi þriðjudag 17. og miðvikudag 18. ágúst 2010. 

Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi í síma 451-2602 / 895-4365 eða á netfangið rhs@bondi.is , sem er enn betra.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 12. ágúst.

Það sem fram þarf að koma við skráningu:
Nafn á hrossi og fæðingarnúmer
Sýnandi (nafn og kt.)
Greiðandi  (nafn og kt.)

Skráningagjald:
      Fullnaðardómur: 14.500 kr. m. vsk.
      Eingöngu byggingardómur/hæfileikadómur: 10.000 kr. m. vsk.

Greiðist samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið rhs@bondi.is  með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll degi áður en sýningin hefst.

Muna DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri.

Athugið að mæta eingöngu með heilbrigð hross en samkvæmt samþykktum fagráðs verður hrossum vísað frá sem sýna einkenni kvefpestarinnar, s.s. hósta og/eða áberandi hor.

Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.isBúnaðarsamband Húnaþings og Stranda

03.08.2010 12:02

Unglingalandsmót UMFÍ

 Úrslit í tölti í unglingaflokki 

Keppni í hestaíþróttum á unglingalandsmóti í Borgarnesi lauk um hádegi á laugardag. Gekk mótið í alla staði vel í frábæru veðri. Fríða Marý og Valdimar stóðu sig með prýði, Fríða vann bæði tölt og fjórgang í unglingaflokki og Valdimar var í 2. sæti í tölti unglinga og í 3ja sæti í fjórgangi unglinga.

Úrslit:

Sæti Nafn Hestur Einkunn Félag
 Fjórgangur barnaflokkur   
1 Borghildur Gunnarsdóttir Frosti f. Glæsibæ 6,37 Snæfellingur
2 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Vordís f. Hrísdal 5,77 Snæfellingur
3 Gyða Helgadóttir Gnýr f. Reykjarhóli 5,70 Faxi
4 Atli Steinar Ingason Léttir f. Húsey 5,67 Skuggi
5 Konráð Axel Gylfason Smellur f. Leysingjastöðum 5,60 Faxi
    
 Fjórgangur unglingaflokkur   
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Sómi f. Böðvarshólum 6,73 Þytur
2 Sigrún Rós Helgadóttir Biskup f. Sigmundarstöðum 6,33 Faxi
3 Valdimar Sigurðsson Píla f. Eilífsdal 6,23 Þytur
4 Svandís Lilja Stefánsdóttir Brjánn f. Eystri Súlunesi 6,13 Dreyri
5 Klara Sveinbjörnsdóttir Óskar f. Hrafnagili 6,00 Faxi
    
 Tölt barnaflokkur   
1 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Mosi f. Kílhrauni 6,56 Snæfellingur
2 Gyða Helgadóttir Hermann f. Kúskerpi 6,22 Faxi
3 Borghildur Gunnarsdóttir Frosti f. Glæsibæ 6,00 Snæfellingur
4 Atli Steinar Ingason Léttir f. Húsey 6,00 Skuggi
5 Konráð Axel Gylfason Mósart f. Leysingjastöðum 5,17 Faxi
    
 Tölt unglingaflokkur   
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Sómi f. Böðvarshólum 6,83 Þytur
2 Valdimar Sigurðsson Píla f. Eilífsdal 6,72 Þytur

3 Sigrún Rós Helgadóttir Biskup f. Sigmundarstöðum 6,44 Faxi
4 Svandís Lilja Stefánsdóttir Brjánn f. Eystri Súlunesi 6,44 Dreyri
5 Sigríður María Egilsdóttir Garpur f. Dallandi 6,00 Sörli

03.08.2010 10:28

Kvennareið 2010

Kæru Víkingakonur
Kvennareiðin hin mikla verður laugardaginn 7. ágúst
Mæting í Böðvarshóla kl. 14.00
 
Riðið verður ný leið að Bjarghúsum og síðan farin ævintýraleg leið á áfangastaðinn Hvoll.
Þar verður hægt að geyma hestana yfir nótt.
Á Hvoli verður borðað,sungið og dansað fram á nótt.
 
Verð á konu er 2500 kr og greiðist við mætingu.
Skráning fyrir Þriðjudagskvöldið 3.ágúst  hjá  Evu í síma 8682740 / sigeva74@hotmail.com og
Ingveldi í síma 8480019 / veldur@gmail.com
 
Vesturhópsnefndin.
Flettingar í dag: 414
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108710
Samtals gestir: 495745
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 17:13:48