23.01.2026 07:52
Dagskrá Gæðingatöltsins
Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts - Gæðingatölt
Mótið hefst kl. 11.00
Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi, eftir forkeppni verður 5 mínútna pása fyrir úrslit:
3. flokkur forkeppni og úrslit
börn forkeppni og úrslit
Pollar
Hlé
unglingar forkeppni og úrslit
2.flokkur forkeppni
2. flokkur - B úrslit
1.flokkur forkeppni og úrslit
2. flokkur - A úrslit
Ráslistar eru komnir inn á Horseday appið en eftirfarandi pollar eru skráðir til leiks. Dagbjört Ósk Ásgeirsdóttir og Sinfónía frá Blönduósi, Halldóra Friðriksdóttir Líndal og Niður frá Lækjarmóti, Helga Mist Magnúsdóttir og Birtingur frá Stóru Ásgeirsá, Júlía Jökla Kristjánsdóttir og Marel frá Hvammstanga, Margrét Þóra Friðriksd. Líndal og Frár frá Lækjarmóti, Níels Skúli Helguson og Djásn frá Fremri Fitjum, Sólon Helgi Ragnarsson og Griffla frá Grafarkoti, Sólveig Gyða Jóhannesdóttir og Valva frá Efri – Fitjum, Þórhildur Þormóðsdóttir og Kolla frá Hellnafelli.
14.01.2026 12:45
Fyrsta mót - gæðingatölt
![]() |
Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 24. janúar nk kl. 11.00 í Þytsheimum á Hvammstanga. Það þarf að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 21. janúar. Skráning fer fram í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í gæðingatölti í öllum flokkum. Pollar geta skráð sig til leiks, ef það eru margir pollar munum við skipta þeim upp í 2 hópa, þeir sem geta riðið sjálfir og hinn sem er teymt undir.
Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og í barnaflokki Þeir sem skrá sig í 3 flokk, skrá sig í gæðingatölt ungmennaflokkur.
Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Ráslistar munu birtast í Horseday appinu.
Næsta mót verður haldið föstudaginn 13. febrúar og verður keppt í V2, V5 og T4 og þrígangi í barnaflokki
22.12.2025 23:11
Reiðkennsla
Veturinn 2026 ætlum við að bjóða upp á reiðkennslu fyrir börn að 16 ára aldri.
Stefnan er að hafa 4 hópa og skiptast þeir ca svona;
Hópur 1 eru krakkar sem er teymt undir
Hópur 2 eru krakkar sem eru að byrja að æfa sig að ríða sjálf
Hópur 3 eru krakkar sem eru farnir að æfa gangtegundir
Hópur 4 eru mikið vanir krakkar.
Stefnt er á að kenna á þriðjudögum/miðvikudögum og sunnudögum, og ætlum við að reyna að ná 10 skiptum á allavegana hópa 2,3, og 4. Tímasetningar koma nánar síðar, en stefna reiðhallar er að æskulýðsstarfi sé lokið kl 17.
Kennarar verða Sonja Líndal, Jessie Huijbers og Fanney Dögg.
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Sonju Líndal á messenger eða netfanginu sonjalindal@gmail.com
Foreldrar skrái börnin í þann hóp sem það metur henta sínu barni.
Eins er ennþá pláss í félagshesthúsi, þannig að ef einhverjum vantar hesta eða langar að geta tekið þátt í starfinu þá endilega hafið samband við Ingu á kolugil@gmail.com eða á messenger.
10.12.2025 10:43
Þytsheimar - ný hurð
![]() |
Taka 2, það er komin ný hurð á Þytsheima svo vonandi mun búnaðurinn okkar virka í vetur. Þessi búnaður er fyrir korthafa til að komast inn í reiðhöllina. Sækja þarf app sem heitir Ajax Security System og korthafar þurfa að senda Ragnari Smára tölvupóstfangið sitt til að fá boð inn í appið sem nýr notandi. Senda má netfangið til Ragga á ragnarhelgason@gmail.com eða á messenger. Frekari upplýsingar hjá Dóra í síma 894-7440.
Einnig voru pantaðir nokkrir lyklar fyrir þá sem treysta sér ekki til að nota appið en lykillinn kostar 5.000 á ári.
Stefnt er að því að byrja strax að nota búnaðinn og því tími núna fyrir korthafa að sækja appið og fá invite. Þeir sem voru búnir að senda netfangið sitt þurfa þess ekki aftur en bara láta Ragga vita ef þeir ætla að kaupa kort og hann virkjar aðganginn.
19.11.2025 21:50
Uppskeruhátíð frestað
Vegna dræmrar þáttöku á uppskeruhátíð, höfum við ákveðið að sleppa henni í ár, en ætlum að halda veglega aðalfundi hjá okkar félögum í staðinn og veita verðlaun þar fyrir þetta ár.
Jafnframt höfum við rætt við stjórnir sauðfjárbænda og nautgripabænda og við stefnum á að halda sameiginlega hátíð að ári.
Bestu kveðjur formenn ;)
14.11.2025 07:54
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin á Hótel Laugarbakka, laugardaginn 22 nóvember.
Húsið opnar kl 19.30 en borðhald hefst kl. 20.
3ja rétta kvöldverður
Forréttir verða:
Klassískur rækjukokteill
Villisveppasúpa með portvínsrjóma
Forréttir eru bornir á borð og hægt að velja á milli þessa 2ja forrétta
Aðalréttir - Fyriskurður í sal, hlaðborð
Lambalæri- kalkúnabringa og meðllæti
einnig í boði vegan valkostur
Eftirréttir verða bornir fram á hlaðborði.
Miðaverð er 9900 og panta þarf miða á thytur1@gmail.com
Vonum að flestir sjái sér fært að mæta og eiga með okkur góða kvöldstund.
31.10.2025 16:40
Keppnisárangur
Stjórn kallar eftir keppnisárangri ársins hjá knöpum í félaginu. Endilega sendið á kolugil@gmail.com fyrir 10 nóvember.
Kv Inga
25.10.2025 14:25
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Hestamannafelagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-hún verður haldin 22 nóvember á Hótel Laugabakka. Verð á manninn er 9.900
Endilega takið kvöldið frá og eigum góða stund saman.
Tími og nánari upplýsingar koma síðar en það verður tilboð á gistingu á hótelinu sem flott væri að fólk myndi láta vita hér ef það hefur áhuga á að nýta það.
Einstaklingsherbergi kr. 21000
Tveggja manna herbergi kr. 28000
Morgunverðarhlaðborð og aðgangur að heitum pottum er
innifalið í verði
14.10.2025 08:39
Fundur fyrir þá sem ætla á frumtamningarnámskeið.
Fundur 15. október kl. 18 þar sem hægt verður hægt að plana tímasetningu.
Fundurinn verður haldinn í Þytshúsinu við völlinn.
Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is
06.10.2025 08:06
Frumtamninganámskeið 2025 með Þóri Ísólfssyni
Frumtamninganámskeið 2025 með Þóri Ísólfssyni
Námskeiðið hefst 15. október kl. 18 með bóklegum tíma og þá verður hægt að plana tímasetningu
Verkleg kennsla verður 2x í viku, byrjar vikuna 20.–26. október og endar vikuna 24.–30. nóvember
Litlir hópar – aðeins 4 þátttakendur
Verklegir tímar 40–45 mínútur
Æskilegur aldur hests: á 4. eða 5. vetri
1 bóklegur tími
12 verklegir tímar
Verð: 65.000 kr. fyrir þátttakanda
Nokkur pláss laust ennþá
Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is
30.09.2025 17:05
Hestafimleikanámskeið fyrir fullorðna
![]() |
Það er aldrei of seint að byrja í fimleikum.
Námskeið fyrir fullorðna verður haldið laugardaginn 4.okt og 11. okt kl 13.30-14.30 í íþrottahúsinu á Hvammstanga. Þetta verða 60 mínútna léttar og skemmtilegar æfingar sem ALLIR geta gert. Markmiðið okkar er að finna eitthvað fyrir hvern og einn sem er bæði heilsubætandi og sjálfstrausteflandi. Okkur langar að þessi tími bjóði uppá að prófa eitthvað nýtt, skemmta sér og líða betur á eftir! Hugmyndin er sú að hafa þessa 2 tíma í okt. í salnum og svo 2 tíma í nóvember í reiðhöllinni.
Námskeiðið er á vegum Þyts og kostar 8.000 kr fyrir félagsmenn. Skráning hjá Kathrin Schmitt eða hér. ![]()
Við bætum kannski við aukatímum ef fólk vill koma seinna inn.
16.09.2025 14:55
Barna/unglingastarf í vetur.
Góðan daginn, nú langar okkur í stjórn og æskulýðsnefnd að kanna áhuga á námskeiðum í vetur, okkar draumur er að geta boðið upp á nokkur námskeið fyrir krakka sem eru komin misjafnlega langt. Þá er fyrst pollaflokkur og svo koll af kolli.
Eins langar okkur að kanna áhuga á félagshesthúsi, þar sem börn sem ekki hafa tækifæri til að geta verið með eigin hross komi og fái að sjá um og nota hesta á vegum hestamannafélgsins og fara með þá í reiðþjálfun og kennslu.
Áhugasamir endilega hafi samband við Ingu á kolugil@gmail.com
04.09.2025 13:22
Þytsheimar 2025/2026
Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár, það gildir frá 1. nóvember 2025 til 1. september 2026. Höllin er því lokuð út október. Stjórn lætur vita ef gjaldskrá breytist fyrir 01.12.2025
Gjald Þytsfélaga er 25.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur.
Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727, Jóhann í síma 869-7992 eða Halldór í síma 894-7440
Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi:
Kort fyrir meðlimi Þyts 25.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14.00 -16:00 og 19.00 - 24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.
Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.
Mörg stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu á íþróttakortum og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.
04.09.2025 11:54
Frumtamningarnámskeið á vegum fræðslunefndar Þyts
![]() |
Fræðslunefnd Þyts stefnir á að halda frumtamningarnámskeið undir Þóris Ísólfssonar, reynds og öflugs tamningamanns. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnvinnu við tamningu ungra hesta, með áherslu á traust, þolinmæði og góðan grunn fyrir áframhaldandi þjálfun.
Dagsetning er ekki ákveðin enn, en við viljum kanna áhuga meðal félagsmanna áður en nánari skipulag tekur við.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast láttu okkur vita sem fyrst – það hjálpar okkur að móta námskeiðið og velja hentugan tíma.
Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is
![]() |






