13.07.2008 14:28

Íslandsmót í hestaíþróttum

Ein hátíðin búin og þá tekur sú næsta við en næsti stórviðburður í hestaheiminum er Íslandsmót í hestaíþróttum sem verður haldið 24. -27. júlí í Víðidal í Reykjavík.


Nú fara skráningar á fullt en mikið er af góðum keppnishestum í toppformi og örugglega einhverjir knapar sem gætu hugsað sér að hampa Íslandsmeistaratitli. Lokafrestur fyrir hestamannafélögin til að skila inn skráningum fyrir sína félagsmenn er á miðnætti mánudagsins 14. júlí en hvert hestamannafélag mun auglýsa skráningu fyrir sína félagsmenn og sjá um skráningu í Kappa.  Skráningargjald er kr. 4.000.- á hverja keppnisgrein. Skráning fyrir félagsmenn Þyts er hjá Sigrúnu í síma 660-5826


Mótið hefst fimmtudagskvöldið 24. júlí og lýkur sunnudaginn 24. júlí en nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 


Hestamannafélagið Fákur

Flettingar í dag: 1116
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 1479
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 977839
Samtals gestir: 51001
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 20:12:32